Að taka á móti nýjum tölublöðum á safni
Þegar búið er að útbúa áskrift þá þarf einungis að taka á móti nýju tölublaði þegar það kemur á safnið. Það þarf ekki að byrja á að setja inn pöntun.
Til þess að taka á móti nýju tölublaði er farið í „Taka á móti“ undir „Aðföng“.
Í „Taka á móti“eru tveir flipar. Þegar unnið er með bækur þarf að vera í flipanum „Einu sinni“ en þegar unnið er með tímarit þarf að vera í flipanum „Samfellt“.
Einnig er mjög mikilvægt að passa að hafa hakað við „Halda innan deildar“ og velja ferilstöðuna sem er næst á færibandinu, hvort sem það er miðar og prentun eða plöstun og frágangur.
Ef ekki er hakað við „Halda innan deildar“ heldur kerfið að tímaritið sé tilbúið að fara upp í hillu.
Hér er lína fyrir hvern tímaritatitil sem er í áskrift á safninu. Það er hægt að leita að tímaritinu sem er verið að taka á móti.
Þegar búið er að finna réttan titil er farið í þrípunktana hjá titlinum og valið „Hafa umsjón með eintökum“.
Nú opnast ný síða þar sem það er lína fyrir hvert tölublað af tímaritinu hvort sem það er móttekið eða í hillu.
Best er að byrja á því að sía listann þannig að bara þau eintök sem á eftir að móttaka birtast á listann. Það er gert með því að velja „Ekki móttekið“ í Staða móttöku. Kerfið man þessar stillingar.
Það er einnig hægt að raða tímaritunum þannig að maður fái þau eintök sem eru væntanleg næst, efst á listann.
Það er gert með því að fara í „Röðunarvenja(Description)“ og velja „Lýsing“, smella svo á örina upp.
Þá raðast listinn eftir tölublaða upplýsingum sem koma fram í lýsingu. Kerfið man þessar stillingar.
Svo skal haka við þau eintök sem á að móttaka og velja „Vista og móttaka“.
Framhaldið héðan af er eins og með bækur. Það er farið í „Eintök í vinnslu“ og nú eru tímaritin komin á sama stað og bækurnar.
Næstu skref eru þá að prenta kjalmiða, plöstun og frágangur og ljúka ferli.
Það er hægt að velja sérstakt template í Spineomatic sem sækir upplýsingar um árgang og númeringu beint úr eintakinu og bætir því við kjalmiðann.
Þessi template eru merkt með T aftast í heitinu, sjá dæmi um miðlungsstóra miða:
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina