4. Kjalmiðaprentun (Eintök í vinnslu og SpineOMatic)

Breytt Wed, 26 Nóv kl 9:58 AM

Í þessum hluta aðfangaferlisins eru prentaðir út límmiðar.


EFNISYFIRLIT


Skref 1 - Smella á „Eintök í vinnslu“ (undir „Aðföng“ í vinstri valmyndinni)


Farið er í „Eintök í vinnslu“ undir „Aðföng“ í vinstri valmyndinni. 



Skref 2 - Smella á SpineOmatic appið í „Miðstöð skýjaforrita“


Til þess að prenta út kjalmiða er mikilvægt að vera búin að setja upp SpineOmatic appið. Einungis þarf að setja appið upp einu sinni.


Til þess að setja SpineOmatic appið upp er farið í „Miðstöð skýjaforrita“ í hægra horninu (eða undir þrípunktunum) og þar er farið í stækkunarglerið. Þá er hægt að leita að SpineOmatic, smella á það og ýta á virkja.


Ef búið er að virkja SpineOMatic appið birtist grænt merki yfir „Miðstöð skýjaforrita“ uppi í hægra horninu þegar appið greinir að það geti prentað strikamerki út. SpineOMatic  appið sér öll strikamerki sem eru á síðunni að hverju sinni. 


Ef um margar blaðsíður er að ræða þarf að fara yfir á næstu blaðsíðu til þess að SpineOMatic geti lesið þau strikamerki líka.


Skref 3 - Haka við þau strikamerki sem á að prenta út


Þegar smellt er á SpineOMatic appið kemur upp valmynd þar sem hægt er að haka við þau strikamerki sem á að prenta út. Svo skal smella á „Next“.       



Skref 4 - Velja rétt „layout“ og „template“ og smella á „Print 1 labels“


Hér þarf að velja rétta miðauppsetningu í „Select a layout“ og „Select a template“. Næst þarf að smella á „Print 1 labels“ eða fleiri eftir fleiri miða því sem við á.



Skref 5 - Smella á „Yes, clear and start over“ og loka glugganum


Þegar búið er að prenta út miðana skal smella á „yes, clear and start over“ og loka glugganum. 




Sjá einnig síðustu tvo þættina í aðfangaferlinu:



5. Plöstun (Eintök í vinnslu) - valkvætt hjá söfnum   


6. Ljúka ferli (Eintök í vinnslu eða skanna eintök) - ekki valkvætt





  








Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina