6. Ljúka ferli (Eintök í vinnslu eða Skanna eintök)

Breytt Wed, 26 Nóv kl 9:59 AM


Það er mjög mikilvægt að skrá bækur og önnur gögn út úr aðfangaferlinu.


Hægt er að velja um tvær leiðir til þess að ljúka ferlinu. Í báðum tilvikum er byrjað á sama stað: undir Aðföng í vinstri valmyndinni.


EFNISYFIRLIT


Leið A - Eintök í vinnslu


Fara í „Eintök í vinnslu“ undir „Úrvinnsla eftir móttöku“.


 

Haka við þau eintök sem eru tilbúin til að fara upp í hillu og smella á „Lokið“.



Athugið: Leið 1 hentar illa þegar eintök eru frátekin. Ef eintak getur uppfyllt frátekt þá er það eyrnamerkt lánþeganum þegar smellt er á „Lokið“ og lánþeginn fær tölvupóst. Starfsmaður fær hins vegar enga tilkynningu á skjáinn um frátektina. Undir Útlán > Virk frátektarhilla sést hvaða eintök hafa verið eyrnamerkt tilteknum lánþegum.



eða


Leið B - Skanna eintök

Fara í „Skanna eintök“ undir „Úrvinnsla eftir móttöku“.



Athugið: Starfsmenn sem hafa heimild í fleiri en einu safn þurfa að gæta þess að staðsetja sig á réttu safni áður en „Skanna eintök“ er notað.


Hér þarf að:

  • Velja „Tegund verkbeiðni „Acquisition technical services“.
  • Haka við „Já“ fyrir aftan „Lokið“.
  • Skanna inn eintök sem eru tilbúin undir „Skanna strikamerki eintaks“. 

 



Nú er aðfangaferlinu lokið.


  • Eintök sem hafa fengið stöðuna „Eintak á sínum stað“ og eru tilbúin til að fara í útlán.

 

  • Ef eintak getur uppfyllt beiðni um frátekt fær lánþeginn tölvupóst um að það sé tilbúið. Starfsmaður fær þá tilkynningu á skjáinn um frátektina og getur sett eintakið til hliðar.







Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina