Þegar upp koma vandamál sem þarf að koma áleiðis í til Landskerfis bókasafna eða Rekstrarfélags Sarps er áhrifaríkast að senda skjáskot sem lýsa vandanum.
Mikilvægt er að senda skjáskot sem sýna allan skjáinn - ekki aðeins hluta hans.
Flestar tölvur eru með forrit sem auðveldar að taka skjáskot, t.d „Snipping tool“ eða „Snip & Sketch“. Leiðbeiningarnar hér fyrir neðan miðast við „Snipping tool“ en að sjálfsögðu má líka notast við önnur forrit.
Að taka skjáskot með „Snipping tool“
EFNISYFIRLIT
Skref 1 - Opna „Snipping tool“
- Skrifa „Snipping tool“ í leitarstikuna í tölvunni þinni og smella á tillöguna sem kemur á skjáinn
Skref 2 - Taka skjáskot
- Smella á „New“
- Skjárinn verður gráleitur og músarbendillinn breytist í kross. Haltu niðri músartakkanum og dragðu músina yfir svæðið sem þú vilt taka mynd af. Mundu að taka mynd af öllum glugganum (Gegnir eða Sarpur), en ekki bara hluta gluggans.
Skref 3 - Vista myndina eða líma annars staðar
- Þegar músartakkanum hefur verið sleppt þá sést skjámyndin inni í Snipping tool
- Ef þarf að vista myndina þá er hægt að ýta á Ctrl + S á lyklaborðinu
- Einnig er hægt að líma myndina beint inn í annað forrit, t.d. inn í tölvupóst
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina