Þessar leiðbeiningar miðast við að ferillinn byrji í „Taka á móti“
Á síðunni „Taka á móti“ gerist það stundum að pöntunarlína (POL) er föst í stöðunni „Í yfirferð“.
Stundum sjást líka pöntunarlínur „Í yfirferð“ í verkefnalistanum, sjá leiðbeiningar um pöntunarlínur á verkefnalistanum hér.
Hvers vegna gerist þetta?
- Það gæti hafa gleymst að ýta á „Panta núna“
- Starfsmaður gæti hafa yfirgefið pöntunarlínuna í miðjum klíðum, t.d. til að vinna í útlánum.
Hvernig er hægt að laga það sem er í yfirferð?
- Skref 1 - Smella á POL-númerið og ýta á „Breyta“
- Skref 2 - Bæta við eintökum ef þarf
- Skref 3 - Ýta á „Panta núna“
- Er þetta auka pöntunarlína?
Skref 1 - Smella á POL-númerið og ýta á „Breyta“
Hér er POL lína sem er föst í „Taka á móti“. Það sést að pöntunin er föst í stöðunni „Í yfirferð“ (en ekki „Sent“). Það er jafnvel ekki hægt að haka við til þess að taka á móti titlinum.
Smella þarf á POL-númerið í fremsta dálki til að uppfæra pöntunina.
Ýta á „Breyta“ til að lagfæra pöntunarlínuna
Skref 2 - Bæta við eintökum ef þarf
Ef engin eintök eru í pöntunarlínunni þarf að bæta þeim við eins og vanalega.
Skref 3 - Ýta á „Panta núna“
Er þetta auka pöntunarlína?
Stundum eru pöntunarlínur „Í yfirferð“ afrit (tvöföldun) á því sem þegar er til í safni. Þetta gerist einkum þegar starfmaður hefur þurft að yfirgefa pöntun í miðjum klíðum en byrjar svo aftur frá grunni. Þá eru orðnar til tvær pantanir og jafnvel tvö eintök þar sem aðeins á að vera eitt eintak. Í þeim tilfellum er hægt að smella á „Eyða“ eftir að búið er að smella á POL-númerið.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina