Hægt er að breyta röðinni á atriðum í pöntunarforminu og sníða það að þörfum einstakra safna, t.d. að setja eintökin efst. Einnig er hægt að fela þær línur sem ekki eru notaðar.
Byrja á því að fara í „Aðföng“ í stikunni vinstra megin. Velja í felliglugganum „Nýr listi yfir innkaupapöntunarlínur“.
Þá opnast listi yfir „Innkaupapöntunarlínur“ á skjánum.
Hægt er að þrengja leitina á ýmsa vegu í stikunni vinstra megin, t.d. „Úthlutað til mín“.
Í miðjunni er listi yfir innkaupapöntunarlínurnar og hægra megin nánari upplýsingar um einstakar pantanir.
-
Hægt er að breyta uppsetningu / röð atriða í upplýsingum um pöntunarlínuna.
Það er gert með því að smella á tannhjólið efst til hægri.
Þegar smellt er á tannhjólið opnast felligluggi. Þar skal velja „Sérsnið hluta“.
Þá opnast listi yfir þau atriði sem birtast á upplýsingasíðunni um innkaupapöntunarlínuna.
Ef smellt er á punktana fremst í einstökum línum verða þeir svartir - og hægt er breyta röðinni eftir þörfum.
T.d. færa línuna „Pöntuð eintök“ næst efst - og smella síðan á „Nota“.
Þegar uppsetningu hefur verið breytt, hún sniðin að þörfum safnsins, birtist grænn punktur á tannhjólinu hægra megin.
Textinn í felliglugganum breytist líka - „Sérsnið hluta (Sérsniðið)“.
Til þess að fara til baka í grunnstillingar þarf að smella á „Endurstilla á sjálfgefið“ neðst í felliglugganum.
Þá færist listinn í upprunalegt horf, faldar línur birtast á ný og græni punkturinn hverfur af tannhjólinu hægra megin.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina