Lýsing eintaks fyrir fjölbindaverk og tímarit

Breytt Mon, 7 Okt kl 8:17 AM

ATH. Aðeins má nota lýsingu eintaks fyrir fjölbindaverk og tímarit.


Um leið og eitthvað hefur verið sett í lýsingu heldur kerfið að öll eintök af þessum titli í safnakjarnanum séu fjölbindaverk eða tímarit. 


Þetta gerir það að verkum að það er aðeins hægt að taka frá sérstakt eintak á leitir.is en ekki setja frátekt á titil. Lánþegi á hins vegar að geta tekið frá sérstakt bindi í fjölbindaverk eða sérstakt tölublað af tímariti. 


Þegar fjölbindaverk eru skráð á sömu bókfræðifærslu þá er ekki hægt að setja upplýsingar um bindin í forðafærsluna þar sem eintökin eru öll í sömu forðafærslunni. Til þess að greina á milli binda þarf að nota lýsingu í eintaksfærslunni. 


Lýsing er aðeins ætluð fyrir tímarit og fjölbindaverk sem eru saman á einni bókfræðifærslu.

Aldrei má skrifa fríhendis í lýsingarreitinn, heldur þarf að ýta á „Búa til“ hnappinn til að fá fram samræmda lýsingu.


Þegar tímaritaáskrift er útbúin rétt með komuspá þá býr kerfið sjálfkrafa til lýsingu fyrir tímaritin. Ef hinsvegar er um stakt tímarit að ræða þá þarf að fylla þessar upplýsingar út í eintaksforminu.


Til þess að breyta þessum upplýsingum er farið í „Breyta eintaki í safnskrá“ inni í „Eintök í vinnslu“ eða „Breyta eintaki“ þegar það er búið að fletta eintakinu upp undir „Áþreifanleg eintök“. Þá opnast gluggi sem heitir „Ritill fyrir áþreifanlegt eintök“.



Til þess að nota lýsingu þarf fyrst að fylla í reitina Upptalning og Tímatal og ýta á „Búa til“ við lýsingarreitinn. Þetta gerir það að verkum að lýsing fyrir fjölbindaverk og tímarit eru samræmd í kerfinu. 


Athugið að efnistegund ræður því hvað birtist í lýsingu. Fjölbindaverk þurfa að vera skráð sem „bók“ og tímarit þurfa að vera skráð sem „tölublað“ eða „innbundið tölublað“ til þess að fá viðeigandi lýsingu.


Fjölbindaverk

Til þess að setja inn bindisnúmer fyrir fjölbindaverk er talan skrifuð í Upptalning A og síðan smellt á „Búa til“ í lýsingu. Þá býr kerfið til samræmt bindisnúmer í lýsingarreitinn.



  • Upptalning A – Bindisnúmer



Þegar búið er að laga upplýsingarnar skal smella á „Vista“ efst í hægra horninu. 



Tímarit

Til þess að setja inn lýsingu á tölublaði fyrir tímarit eru upplýsingarnar fylltar út eins og við á og síðan er smellt á „Búa til“ í lýsingu. Þá býr kerfið til samræmda lýsingu fyrir tölublaðið.


  • Upptalning A – Árgangur
  • Upptalning B –  Tölublað
  • Tímatal I – Ártal



Þegar búið er að laga upplýsingarnar skal smella á „Vista“ efst í hægra horninu. 




Upplýsingar á kjalmiða

Í SpineOMatic er hægt að nota prentarasniðmát sem er merkt með T til að prenta upplýsingarnar sem eru í reitum Upptalning og Tímatal.





Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina