EFNISYFIRLIT
Almennt um safndeildir
Safndeildir eru notaðar til þess að flokka og aðgreina eintökin á safninu þegar eintökin dreifast um mismunandi svæði. Safndeildir tákna gjarnan herbergi, hæðir, stórar deildir og þess háttar.
Dæmi um safndeildir geta verið Almennt, Geymsla, Sýningarhilla, Krakkahorn o.s.frv.
Öll eintök þurfa að vera skráð í safndeild. Í kerfinu eru notaðar forðafærslur og undir hverri forðafærslu eru eintök. Fjöldi forðafærslna ræðst af fjölda safndeilda. Forðafærslur tengjast í rauninni safndeild eintaksins, sjá nánari útskýringar á forðafærslum hér.
Safndeildir eru með mismunandi kóða í kerfinu. Safndeildin Almennt fékk kóðann UNASSIGNED í flestum söfnum við yfirfærslu úr eldra kerfi og ef eintök voru ekki í safndeild í gamla kerfinu þá voru þau sjálfkrafa flutt í safndeildina Almennt.
Yfirleitt fá safndeildirnar 5 stafa kóða sem eru fyrstu fimm stafir í safndeildinni, svo sem Barnahorn - BARNA.
Hvernig á að biðja um safndeild?
Allar óskir um nýjar safndeildir skal senda á Landskerfi bókasafna, annaðhvort með því að senda inn beiðni í gegnum þjónustugáttina eða með því að senda tölvupóst á hjalp@landskerfi.is. Í beiðninni þurfa að koma upplýsingar um hvað safndeildin á að heita.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina