Til þess að færa efni á milli safndeilda er farið í „Skanna eintök“. „Skanna eintök“ finnst bæði undir „Aðföng“ og „Útlán“ í vinstri valmyndinni.
Ath: Starfsmenn sem hafa heimild í fleiri en eitt safn þurfa að gæta þess að staðsetja sig á réttu safni áður en „Skanna eintök“ er notað.
Í „Skanna eintök“ þarf að smella á gluggann „Breyta upplýsingum um eintak“.
Þá opnast form þar sem þarf að fylla út viðeigandi upplýsingar.
- „Breyta tegund“: Hér skal velja „Varanlegt“ ef á að færa eintökin varanlega yfir á nýja safndeild.
- „Safndeild“ : Hér skal velja í hvaða safndeild eintökin eiga að fara.
- Listinn sýnir eingöngu safndeildir sem eiga við safnið þar sem starfsmaður er staðsettur.
- „Reglur eintaks“: Hér er valið hvaða reglur gilda um eintökin sem á að flytja. Það þarf að passa að velja reglu eintaks sem bókasafnið hefur notað áður, því ekki er sjálfgefið að útlánareglur safnsins taki tillit til allra valmöguleika í þessum lista.
- „Skanna strikamerki eintaks“: Hér skal skanna inn strikamerki á þeim eintökum sem á að færa
- Smella að lokum á „Í lagi“.
Eintökin hafa nú verið færð yfir á nýja safndeild og upplýsingar um eintakið birtast .
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina