Reglur eintaks

Breytt Mon, 30 Jún kl 2:12 PM

EFNISYFIRLIT



Hvað er regla eintaks?

Regla eintaks (eintakastaða) er oft notuð til að lýsa því hvernig eintak lánast út.


Útlánareglur geta byggst á öðrum atriðum í eintakinu, t.d. safndeild eða efnistegund. Reiturinn fyrir reglu eintaks er ekki skyldureitur, en flest söfn nota samt reglu eintaks (eintakastöðu) til að stýra útlánareglum. Það er þó ekki öruggt að allar eintakastöður séu skilgreindar í útlánaregluverki bókasafnsins. Þetta á sérstaklega við um bókasöfn sem rukka sektir eða eru með aðrar sértækar útlánareglur.

Dæmi:
Bókasafn sem venjulega lánar eintök í 14 eða 30 daga með mismunandi sektum gæti viljað bæta við 3 daga útlánum. Þá væri ekki nóg að velja „3 dagar“ úr fellilista inni í eintakinu, heldur þyrfti líka að láta Landskerfi bókasafna vita hvaða aðrar útlánareglur eiga að gilda um slík eintök.


Margar eintakastöður eru sértækar fyrir ákveðnar safnategundir og eru því aðeins í boði í viðkomandi safnakjörnum.


Verði breytingar á gjaldskrá safns þarf að tilkynna það til Landskerfis bókasafna svo hægt sé að uppfæra stillingar í kerfinu.




Reglur eintaks í Gegni


Reglur eintaks (eintakastöður) eftir safnakjörnum:


HeitiKóðiALMGRUNNSKFRAMHSKSERFRHEILBRHALAHRLHILBS
1 dagur01XXXXX
2 dagar02XXXx
3 dagar03XXXXXXXX
4 dagar04X
7 dagar07XXXXXXXXX
10 dagar15XX
14 dagar14XXXXXXXX
30 dagar30XXXXXXXXX
6 vikur *06X
2 mánuðir32X
3 mánuðir33XX
6 mánuðir36XX
12 mánuðir39XXX
Annarlán37XXXXX
Vetrarlán38XXX
Innanhússlán09XXXXXXX
Afnot á safni10XXXXXXXX
Óskráð lán *17X
Lestrarsalslán *19XX
Takmarkað lán *41X
Afnot óheimil42X
Vantar á Landsbókasafn43X
Tæki og tól *60
X


* Í endurskoðun



Sumarið 2025 fór fram tiltekt og samræming á kóðum og heitum fyrir reglur eintaks (eintakastöður). Við tiltektina voru nokkrar eintakastöður teknar úr notkun og fengu heitið „z Ekki notað“ og með kóðanúmer í sviga fyrir aftan. Þessar eintakastöður þurfa að vera til staðar um sinn vegna tölfræðivinnslu, en munu að lokum hverfa úr kerfinu. 




Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina