Tegund ferlis segir til um í hvaða stöðu eintökin eru.
Dæmi um tegund ferlis eru:
- Aðföng
- Beiðni um millisafnalán
- Flutningur
- Frátektarhilla
- Glatað
- Í vinnslu
- Talið skilað
- Tæknilegt – flutningur
- Útlán
- Vantar
Til þess að skoða ítarlegri upplýsingar um tegund ferlis skal velja „Áþreifanleg eintök“ í leitarglugganum og leita að eintakinu.
Þegar búið er að leita að eintaki er hægt að sía leitina eftir tegund ferlis vinstra megin á skjánum undir „Flokkunavalkostir“ ef „Tegund ferlis“ birtist ekki þýðir það að öll eintök eru á sínum stað upp í hillu.
Ef eintak er ekki á sínum stað þá birtist „Tegund ferlis“ í upplýsingar um eintakið. Ferlið er blátt og þá er hægt er að smella á ferlið til þess að fá ítarlegri upplýsingar um eintakið, svo sem hver er með það í láni.
Þegar smellt er á „Útlán“ birtist nafn lánþegans og ef smellt er á nafn lánþegans er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um lánþegann.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina