EFNISYFIRLIT
Hér eru nánari útskýringar á því hvað liggur á bakvið hverja leit í Gegni.
Áþreifanlega eintaka leitin er aðeins að leita að eintökum sem eru til í þínum safnakjarna.
Það er hægt að nota eintaka leitina til þess að breyta eintökum, eyða út eintökum, skoða upplýsingar um tiltekin eintök svo sem útlánasögu og til þess að skoða í hvaða ferli eintakið er þ.e.a.s. hvort það sé í útláni, í frátektarhillu eða hvort það sé týnt sem dæmi.
Niðurstöður í eintaka leit sýna línu fyrir hvert eintak í safnakjarnanum. Niðurstöðurnar sýna upplýsingar um eintökin, svo sem strikamerki, hvort eintakið sé í láni, útlánareglur eintaksins, raðtákn o.fl.
Upplýsingar sem birtast undir hverju eintaki eru breytilegar og fara eftir því hvar eintakið er staðsett og í hverskonar ferli það er.
Upplýsingar geta t.a.m. verið:
- „Tegund ferlis“ – „Útlán, frátekt eða annað
- „Skiladagur“ eintaks ef eintakið er í útláni
- „Tímabundin staðsetning“– Ef eintak er skráð í tímabundinni staðsetningu birtist sú staðsetning hér
- „Reglur um tímabundið eintak“ – ef eintakið er á tímabundinni staðsetningu þá geta aðrar útlánareglur verið í gildi á meðan
- „Staða“ – hvort eintakið sé á sínum stað eða ekki
- „Reglur eintaks“ – útlánareglur eintaksins
- „Pantanir“ - Sýnir pöntunarlínu (aðfangatengingu) á bak við eintakið
- „Beiðnir“ - Sýnir beiðnir sem eru tengd við eintakið, svo sem frátektarbeiðnir
Að sía leit
Hægt er að nota flokkana vinstra megin á skjánum til þess að sía leitina eftir tilteknum atriðum. Hægt er að sía eftir efnistegund eintaks, bókasafni, og tegund ferlis. Athugið að síunin festist einungis inni fyrir þessa tilteknu leit, um leið og önnur leit er gerð þá dettur síunin út. Til þess að festa inni leit að efni í tilteknu bókasafni þarf að nota „Valin söfn“, sjá hér.
Ef flokkunarvalkostirnir sjást ekki gæti þurft að smella á örvarnar til hægri.
Aðgerðir
Hægt er að vinna mismunandi aðgerðir undir hverri færslu. Aðgerðir sem birtast fara eftir heimildum hvers starfmanns.
Fjarlægja eyðir eintakinu út.
Breyta eintaki opnar gluggann „Ritill fyrir áþreifanleg eintök“ þar sem hægt er að breyta eintakinu og skoða feril þess. Hér er t.a.m. hægt að skoða breytinga- og útlánasögu eintaks, sjá leiðbeiningar hér.
Beiðni Ekki skal nota beiðni í eintakaleitinni. Beiðni hnappurinn er aðeins notaður í titlaleit til þess að búa til frátekt. Sjá leiðbeiningar hér.
Beiðni um millisafnalán Ekki skal nota beiðni um millisafnalán í eintakaleitinni. Beiðni um millisafnalánahnappurinn er aðeins notaður í titlaleit. Sjá leiðbeiningar hér.
Verkbeiðni er hægt að nota til þess að setja beiðni á eintak t.d. þegar þarf að setja eintak í viðgerð.
Forði sýnir lista yfir forðafærslur sem innihalda eintök í sömu bókfræðifærslu.
Birta í leit er hægt að nota til þess að skoða færsluna á leitir.is
Eintök sýnir lista yfir öll eintökin á þessari forðafærslu.
Stillingar
Ítarlegri upplýsingar um hvernig skal stilla dálka og hnappa eru að finna hér, Tannhjólið í titla og eintakaleit.
Aðrar upplýsingar
Ef smellt er á „Aðrar upplýsingar“ undir eintaki þá sýnir það ítarlegri upplýsingar um eintakið.
Fjöldi útlána segir til um hver fjöldi útlána er á eintakinu frá því það var tengt. Þetta eru samanlögð útlán úr gamla og nýja kerfinu.
Fjöldi tilvika um notkun innanhúss – ef hakað er við skrá innanhúsnoktun í skanna eintök þegar eintak er skannað inn þar þá telur það sem fjölda tilvika um notkun innanhúss. Sjá upplýsingar um innanhúsnotkun hér.
Útlán sem af er ári eru útlán sem hafa verið á eintakinu á þessu ári.
Einnig sjást hér upplýsingar um Dagetningu síðasta útláns.
Aðrar leiðbeiningar sem geta átt við áþreifanlegu eintakaleitina:
Að skoða tegund ferlis - t.a.m. útlán og frátektir
Að skoða upplýsingar um eintök - svo sem fjölda útlána og feril útlána
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina