Með því að smella á tannhjólið í hægra horninu er hægt að stilla hvernig og hvaða upplýsingar birtast í leitarniðurstöðunum.
Smella skal á „Sýna allt“ til þess að fá heildar yfirlit yfir þær stillingar sem eru í boði.
Hér er hægt að velja hversu margir dálkar eiga að vera í hverri færslu. Það er sjálfkrafa stillt á að vera með 3 dálka.
Í stillingunum í tannhjólinu er einnig hægt að haka af eða á fyrir mismunandi upplýsingar og draga upplýsingar á milli dálka.
Vinstra megin í stillingunum er dálkur sem heitir „Aðgerðaröð“, þessar stillingar ráða því hvernig aðgerðirnar raðast upp og hvað birtist fyrst.
Það sem situr í „Hnappur 1“ og „Hnappur 2“ er það sem birtist hér.
Best er að vera með þær aðgerðir sem eru mest notaðar í þessum hnöppum. Einnig er hægt að haka út það sem er ekki notað svo að það flækist ekki fyrir.
Þegar búið er að laga allar stillingar er mikilvægt að velja „Vista“.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina