EFNISYFIRLIT
Þegar verið er að nota leitina þá birtist alltaf það bókasafn sem notandi er skráður á efst í leitarlistanum ef bókasafnið á til forða af því sem leitað er að. Hér eru nánari útskýringar á því hvað liggur á bakvið hverja leit í Gegni.
Kjarnar
Allir titlar leitin er eina leitin sem hægt er að nota til þess að leita upp í Landskjarna og Heimskjarna. Hægt er að nota þessa glugga til þess að hoppa á milli kjarna.
ATH: Heimskjarninn er einungis notaður fyrir þá sem eru að vinna með rafrænt efni.
Einnig er hægt að skipta um kjarna í leitarglugganum sjálfum
Að sía leit
Hægt er að nota flokkana vinstra megin á skjánum til þess að sía leitina eftir tilteknum atriðum. Hægt er að sía eftir efnistegund, tegund viðfangs, tungumáli og útgáfuári.
Ef flokkunarvalkostirnir sjást ekki gæti þurft að smella á örvarnar til hægri.
Aðgerðir
Hægt er að vinna mismunandi aðgerðir undir hverri færslu. Aðgerðir sem birtast fara eftir heimildum hvers starfmanns.
Aðeins er þörf á að nota örfáar aðgerðir af því sem er í boði á þessum lista. Hér koma upplýsingar um algengustu aðgerðir.
Breyta færslu opnar skráningarfærsluna í lýsigagnaritlinum.
Forði sýnir allan forða sem er undir þessari færslu.
Eintök sýnir lista yfir öll eintök sem eru undir þessari færslu.
Pöntun er byrjunin á aðfangaferlinu, sjá hér.
Beiðni er t.a.m. notað til þess að útbúa frátekt fyrir lánþega, sjá hér.
Beiðni um millisafnalán er notað þegar verið er að útbúa millisafnalán fyrir lánþega, sjá hér.
Birta í leit er hægt að nota til þess að skoða færsluna á leitir.is.
Stillingar
Hægt er að stilla hvernig niðurstöður birtast í leitinni. Með því að velja „Stækka“ og „Stækka allt“ í hægra horninu á leitinni er hægt að sjá ítarlegri niðurstöður í boði undir hverjum titli.
Við þetta birtast niðurstöður undir titlunum.
Einnig er hægt að smella á örvarnar niður til þess að stækka eina og eina færslu í einu.
Gluggarnir sýna svo hversu margar forðafærslur eru undir hverjum titli og tiltæk eintök í hverri forðafærslu. Ef þú átt til eintak af einhverjum titli þá birtast forðafærslurnar þínar efst í hverjum glugga. Sjá ítarlegri upplýsingar um forðafærslur hér.
Í þessari leit er bæði hægt að skoða forða og eintök nánar undir hverjum titli. Ef smellt er á forða eða eintök er hægt að þrengja leitina eftir bókasafni með því að smella á bókasafn og leita að tilteknu bókasafni.
Ítarlegri upplýsingar um hvernig skal stilla dálka og hnappa eru að finna hér, Tannhjólið í titla og eintakaleit.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina