1. Pöntun

Breytt Thu, 16 Okt kl 3:34 PM

Hvort sem verið er að vinna með eintök fyrir framan sig eða það á eftir að panta eintökin frá bókaverslun eða forlagi, þá er byrjað á pöntunarferlinu.



Pöntunarferlið er alltaf notað, líka ef eintök hafa óvart verið afskrifuð og það þarf að koma þeim aftur inn í kerfið. Aldrei má afrita eintök.



EFNISYFIRLIT


Skref 1 - Finna rétta bókfræðifærslu með ISBN númeri (eða titli) undir Allir titlar



Það fyrsta sem þarf að gera er að nota leitastikuna efst í Gegni til þess að finna titilinn á eintakinu sem á að panta/tengja við. Best er að leita eftir ISBN númeri. Ef titill finnst ekki í safnakjarnanum þínum þarf að leita upp í landskjarna.


Til þess að geta leitað í landskjarnanum þarf að nota leitina „Allir titlar“ ekki „Áþreifanlegir titlar“. Ef bókin finnst ekki í landskjarnanum á eftir að frumskrá bókina.



Skref 2 - Smella á pöntun, annaðhvort í hnöppunum eða í þrípunktunum



Þegar þú hefur fundið þann titil sem þú ætlar að panta/tengja við skal smella á „Pöntun“ hjá titlinum eða smella á þrípunktana og finna „Pöntun“ þar.


Skref 3 - Fylla út pöntunarform

Nú opnast pöntunarform í renniglugga. Á myndinni hér fyrir neðan er dæmi um pöntun á bók.


Eftirfarandi reiti þarf að fylla út:

  • „Tegund pöntunarlínu“: velja „Ráðlagt: Prentuð bók - eitt skipti“
  • „Eigandi pöntunarlínu“: velja þitt bókasafn
  • „Hlaða úr færslusniði“: velja „Opið: Sýndarbirgir - Enginn sjóður“
  • Haka við: „Búa til eintök handvirkt“


Smella á: „Búa til pöntunarlínu“. Ef það kemur upp sprettigluggi skal „Staðfesta“.


 

Ef verið er að panta annað en bók, svo sem spil eða heyrnatól, þarf „Tegund pöntunarlínu“ að vera: „Áþreifanlegt - eitt skipti“.


Skref 4 - Bæta við fjölda eintaka, safndeild og eintakastöðu

Í þessu skrefi þarf að fara yfir pöntunina og bæta við upplýsingum til að geta lokið við hana.

Pöntunarlínur fá POL-númer eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.



Undir „Samantekt“ vinstra megin er hægt að hoppa á milli kafla í pöntunarlínunni.


Almennar upplýsingar eru þær upplýsingar sem búið var að setja inn í pöntunarform í skrefi 3.

Ef um annað en bók er að ræða, til dæmis spil, þarf að velja viðeigandi form undir „Efnistegund“. Eintökin sem verða til munu erfa þessa stillingu síðar í ferlinu.



Pöntuð eintök

Hér þarf að skrifa inn hversu mörg eintök á að panta af bók eða öðru safnefni eftir því sem við á.

  • smella á + „Bæta eintökum við“
  • skrifa inn fjölda eintaka
  • velja rétta safndeild á bókasafninu
  • velja eintakastöðu (nota útlánatíma sem bókasafnið hefur notað áður)
  • smella á „Vista“
  • smella á „Panta núna“
  • samþykkja staðfestingarskilaboð



Þegar smellt er á „Vista“ hnappinn birtist einkvæmt strikamerki fyrir eintakið, valin safndeild og þau raðtákn sem eiga við. Kerfið býr til einkvæmt strikamerki fyrir hvert eintak sem er pantað í þessu ferli. Þau eintök sem eru í sömu safndeild eru saman í forðafærslu.


 

Ef bæta þarf við eintökum sem eiga að fara í fleiri safndeildir eða vera með aðrar eintakastöður (útlánatíma) skal smella aftur á „Bæta eintökum við“.
Ef þú hefur bætt við of mörgum eintökum er hægt að smella á þrípunktana og velja „Eyða“.


Skref 5 - Smella á „Panta núna“

Þegar búið er að bæta öllum nauðsynlegum eintökum við skal smella á „Panta núna.
Athugið: Ekki má ýta á „Vista"



Á sumum skjám er „Panta núna“ á bak við þrípunktana:



Nú opnast gluggi með staðfestingarskilaboðum og þar er smellt á „Panta núna“:



Nú skal loka renniglugganum með því að ýta á X-flipann:



Gott er að endurtaka pöntunarferlið fyrir hvern titil sem þú ert með fyrir framan þig áður en farið er í næsta skref á aðfangafæribandinu.  




Sjá leiðbeiningar fyrir næsta skref á aðfangafæribandinu:


 2. Móttaka titla (Taka á móti)

 


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina