Leitarglugginn – Hvað getur hann gert?

Breytt Wed, 20 Ág kl 12:14 PM

Sjá myndband neðst á síðunni.



Hvað getur leitarglugginn gert?


Leitarglugginn í Gegni er einskonar allsherjar leitargluggi. Það er hægt að nota hann til þess að leita að bókum og öðrum safngögnum. Leita að notanda, skoða pantanir sem hafa verið gerðar hjá bókasafninu og skoða millisafnalán svo fá dæmi séu nefnd. 



Fellilistar


Fellilistinn vinstra megin sýnir allt sem er hægt að leita að. Fellilistinn hægra megin breytist svo eftir því hvað er valið í vinstri fellilistanum. Með því að velja „Leitarorð“ eða „Allt“ er verið að leita í öllu því sem er í boði undir hægri fellilistanum.  



Að leita á milli safnakjarna


Í leitarglugganum er hægt að leita að efni sem er í boði í safnakjarnanum sem bókasafnið er hluti af (til dæmis almenningsbókasöfn). Einnig er hægt að nota hann til þess að leit að og skoða efni sem er í landskjarnanum.


Athugið: Aðeins er hægt að leita upp í landskjarna í „Allir titlar“ leitinni, þegar verið er að skoða rafrænt efni, þegar verið er að leita í nafnmyndaskránni og þegar verið er að leita að notendum. Aðrar leitir tengjast aðeins niður í safnakjarna.



Sjá nánari leiðbeiningar um ýmsa möguleika leitar:















Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina