Búa til notandanafn og aðgangsorð fyrir Rafbókasafnið

Breytt Wed, 13 Nóv kl 11:11 AM

Starfsmaður getur búið til notandanafn og aðgangsorð fyrir lánþega.


Notendanafn

Notendanafn lánþega er það sama og bókasafnskort lánþegans. Hægt að fá upplýsingar um númer á bókasafnskorti með því að skoða Auðkenni á þjónustusíðu lánþegans í Gegni. 


  1. Finna lánþegann í gegnum „Umsjón með lánþegaþjónustu“ 
  2. Smella á kennitöluna sem er í renningnum til hliðar
  3. Þá kemur flipinn „Auðkenni“ upp á skjáinn og hægt er að velja um aðra hvora af eftirfarandi leiðum:
  • Láta lánþegann fá upplýsingar um strikamerkið sem sést á síðunni, hann getur notað það sem notandanafn

  • Eða búa til nýtt auðkenni með því að ýta á „Bæta við auðkenni“, velja tegund auðkennis sem „Auka notandanafn“ og setja nýtt notandanafn í reitinn „Gildi“. Ýta svo á „Bæta við og loka“ (passa að ýta ekki á „búa til“)
    • Ath: Ekki er hægt að setja inn notandanafn sem er þegar í notkun hjá öðrum lánþega

Að lokum skal smella á Vista.



Aðgangsorð

Undir „Umsjónarupplýsingar notanda“ er hægt að breyta um aðgangsorð notanda fyrir Rafbókasafnið og þá einnig leitir.is. Þetta á einungis við ef búið er að gefa lánþeganum heimild á bókasafninu. 


Ath: Pin númer er ekki það sama og aðgangsorð/lykilorð. PIN númer er aðeins ætlað til notkunar í þar til gerðum sjálfsafgreiðsluvélum, en ekki til innskráningar á Rafbókasafnið eða Leitir.is




Til þess að breyta um aðgangsorð fyrir hönd lánþega hjá Rafbókasafninu er hægt að skrifa aðgangsorðið inn í reitinn „Aðgangsorð“ undir „Umsjónarupplýsingar notanda“. Aðgangsorð verður að vera lágmark 8 stafabil að lengd. 


Ath: Kerfið gefur ekki villuboð þó að styttra aðgangsorð sé sett inn. Stutta aðgangsorðið vistast en dugir ekki til innskráningar.


Svo skal smella á Vista.


Ef lánþegi er með skráð netfang þá er einnig hægt að senda lánþeganum tölvupóst með hlekk sem hann getur notað til þess að breyta um aðgangsorð sjálfur. Undir „Senda skilaboð“ er hægt að velja „Tölvupóstur: Endurstilling á aðgangsorð fyrir auðkenningarþjónustu“, svo skal smella á „Senda“ og þá fær lánþeginn tölvupóst. 




Tölvupósturinn sem lánþeginn fær lítur svona út:




Hlekkurinn beinir lánþeganum á þessa síðu þar sem hann getur búið til nýtt aðgangsorð:



Lánþegi getur einnig breytt sjálfur um aðgangsorð á leitir.is. 



Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina