EFNISYFIRLIT
- Innskráning
- Að breyta um PIN númer fyrir sjálfsafgreiðsluvélar
- Hver er munurinn á lykilorði og PIN númeri?
Innskráning
Lánþegi hefur val um að skrá sig inn með notandanafni og lykilorði sem hann hefur fengið úthlutað frá sínu bókasafni eða rafrænum skilríkjum.
Á leitir.is þarf að byrja á að velja viðeigandi safnakjarna úr lista, til að fá fram ofangreindan innskráningarglugga.
Slá inn notandanafn og lykilorð.
Þá opnast Leitir.is síðan, með nafninu þínu efst í hægra horni.
Að breyta um PIN númer fyrir sjálfsafgreiðsluvélar
Þessar leiðbeiningar eiga einungis við um lánþega í ALM og LBS safnakjarnanum.
Notendur eiga að geta breytt PIN númerinu sínu fyrir sjálfsafgreiðsluvélarnar sjálfir með því að skrá sig inn á leitir.is og fara inn í „Mínar síður“.
Inni á „Mínar síður“ þarf að finna „Persónuupplýsingar“.
Notandi getur þar skrifað inn nýtt PIN númer. Það á aðeins að fylla út reitinn „PIN fyrir sjálfsafgreiðsluvélar“ og skilja hina reitina eftir auða.
Svo skal ýta á vista. PIN númerið skal vera 4 tölustafir og má ekki innihalda bókstafi.
Ef lánþegi vill fá aðstoð við að útbúa nýtt lykilorð eða PIN-númer skal fylgja leiðbeiningum á síðunni Almennar upplýsingar.
Hver er munurinn á lykilorði og PIN númeri?
Lánþegi notar lykilorð ef hann skráir sig með notandanafni inn á leitargáttina Leitir.is. Eitt lykilorð þarf fyrir hvern safnakjarna þar sem notandi er með lánþegaréttindi. Lykilorð þarf að vera að minnsta kosti 8 stafa langt og má ekki innihalda notandanafnið eða kennitölu.
PIN númer er notað til innskráningar á sjálfsafgreiðsluvélum safna. PIN númerið á að vera 4 tölustafir að lengd. Ekki er hægt að nota bókstafi.
Sama lykilorð og notað er fyrir innskráningu í almenningsbókasafn er notað til innskráningar í Rafbókasafnið.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina