Leitargáttin Leitir.is

Breytt Wed, 6 Nóv kl 2:24 PM

EFNISYFIRLIT




Inngangur


Leitir.is er leitargátt sem heldur utan um efni í íslenskum bóka-, lista-, minja- og ljósmyndasöfnum. Hægt er að finna bækur, tímarit, tímaritsgreinar, tónlist, myndefni, muni, listaverk, ljósmyndir og fleira.

Hugbúnaðurinn (Primo VE) sem leitargáttin leitir.is byggir á býður einnig upp á möguleika á sérstakri leitarsíðu fyrir einstök bókasöfn. Þetta getur auðveldað lánþegum að finna efni viðkomandi safns.

Leitarsíður safna hafa sín eigin URL. Dæmi:  lbs.leitir.is, amt.leitir.is  

Leitir.is er aðalleitargáttin og þar er hægt að leita í öllu efni rétt eins og hefur verið hægt í Leitir hingað til. Á sértæku leitarsíðunum sem afmarkast við bókasafn er leitað í þrengra mengi gagna



Leitarmöguleikar í leitir.is 


Um fjóra valkosti er að ræða: 

  • Bókasöfn: leit er framkvæmd í öllum Gegnissöfnum og völdum varðveislusöfnum
  • Lista-, minja- og ljósmyndasöfn: leit í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og menningarsögulega gagnasafninu Sarpi
  • Tímaritsgreinar: úr Gegni, varðveislusöfnum og landsaðgangi
  • Allt efni: leit í öllu ofangreindu 







Leitarsíður einstakra bókasafna


Öll söfn geta sett vefslóð fyrir leit í eigin safnkosti á heimasíður sínar eða kynnt fyrir lánþegum með öðrum hætti. Hér er boðið uppá þrenns konar leitarmöguleika:

  • Mitt bókasafn: leit afmarkast við bókasafnið þar sem þú ert skráður lánþegi og valin varðveislusöfn
  • Tímaritsgreinar: úr Gegni, varðveislusöfnum og Landsaðgangi að rafrænum tímaritum - www.hvar.is
  • Öll bókasöfn: leitað í öllum söfnum í Gegni








Vefslóðir einstakra bókasafna


Bókasöfn geta fundið vefslóð (URL) síns safns með því fletta upp í neðangreindum skjölum.  

       






Vefslóðir almenningsbókasafna í einstaka landshlutum

Þessu til viðbótar hafa verið settar  upp vefslóðir fyrir öll 

almenningsbókasöfn innan einstakra landshluta.

Dæmi:  Almenningsbókasöfn á austurlandi:  https://austurl.leitir.is


Frá sérstakri síðu hvers bókasafns er hægt að víkka leitina svo hún taki til allra almenningsbókasafna í landshlutanum. 


Dæmi: Ef leitað er á síðunni fyrir Bókasafn Fáskrúðsfjarðar https://bf.leitir.is/ þá birtist fyrir neðan til vinstri valmöguleikinn.  


Ef smellt er á þennan valkost þá víkkar leitin á önnur almenningsbókasöfn á Austurlandi. 



LandshlutiVefslóð


Höfuðborgarsvæðiðhttps://hofudborg.leitir.is
Austurlandhttps://austurl.leitir.is
Norðurlandhttps://nordurl.leitir.is
Suðurlandhttps://sudurl.leitir.is
Suðurneshttps://sudurnes.leitir.is
Vestfirðirhttps://vestfirdir.leitir.is
Vesturlandhttps://vesturl.leitir.is




Leit í safnakjörnum

 

Í kerfinu er líka að finna vefsíður þar sem hægt er að leita í grunneiningum kerfisins, safnakjörnum. 


Dæmi um slíkar síður:




Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina