EFNISYFIRLIT
- Almennar upplýsingar
- Notendahópur
- Valin nöfn
- Lykilorð á leitir.is og Rafbókasafnið
- Að skoða gildistíma korts og heimildir lánþega
- Að breyta um PIN-númer fyrir sjálfsafgreiðsluvélar
Almennar upplýsingar
Í flipanum „Almennar upplýsingar“ í lánþegafærslunni eru sumir reitir merktir gráir. Það eru upplýsingar sem sóttar eru úr Landskjarnanum og ekki er hægt að breyta, t.d. nafn og kennitala lánþega.
Mjög mikilvægt er að vista allar breytingar sem eru gerðar á þessari síðu áður en farið er yfir í annan flipa.
Notendahópur
Það er nauðsynlegt að lánþegi sé skráður í notendahóp áður en hann fær heimildir á bókasafnið. Ef lánþegi er ekki skráður í notendahóp virka útlánareglur ekki sem skyldi og því getur hann ekki fengið neitt lánað frá bókasafninu.
Nánari upplýsingar um notendahópa
Valin nöfn
Upplýsingar sem eru geymdar í Landskjarnanum, svo sem heimilisfang og nafn, uppfærast sjálfkrafa frá skráningu í Þjóðskrá Íslands. Ef lánþegi vill nota önnur nöfn en þau sem eru skráð hjá Þjóðskrá þá er hægt að nota reitina fyrir „Valin“ nöfn. Athugið að ef upplýsingum er breytt á þínu bókasafni breytast þær líka hjá öðrum bókasöfnum innan sama safnakjarna.
Nöfnin skila niðurstöðum í leit í Gegni hvort sem leitað er eftir nafni úr Þjóðskrá eða eftir völdum nöfnum. Nöfnin sem eru sett í „Valin“ reitina eru hins vegar sýnd fram yfir nöfnin sem eru skráð hjá Þjóðskrá. Ef reitur fyrir valið nafn er hafður tómur þá sést þjóðskrárnafnið sem er í samsvarandi reit.
Lykilorð á leitir.is og Rafbókasafnið
Undir kaflanum „Umsjónarupplýsingar notanda“ er hægt að breyta um lykilorð lánþegans fyrir leitir.is og Rafbókasafnið. Þetta á einungis við ef búið er að gefa lánþeganum heimild á bókasafninu.
Athugið! Ef lánþeginn er starfsmaður í einhverju safni í safnakjarnanum þá notar hann sama lykilorð til þess að skrá sig inn á leitir.is eins og hann notar til innskráningar í Gegni. Ef breytt er um lykilorð á leitir.is þá breytist lykilorðið inn í Gegni líka.
Starfsmenn geta ekki breytt um lykilorð hjá öðrum starfsmönnum, aðeins hjá lánþegum.
Til þess að breyta um lykilorð fyrir hönd lánþega á leitir.is er hægt að skrifa lykilorðið inn í reitinn „Aðgangsorð“ undir „Umsjónarupplýsingar notanda“. Lykilorð verður að vera lágmark 8 stafabil að lengd.
Ath: Kerfið gefur ekki villuboð þó að styttra lykilorð sé sett inn. Stutta lykilorðið vistast en dugir ekki til innskráningar.
Ef lánþegi er með skráð netfang þá er einnig hægt að senda lánþeganum tölvupóst með hlekk sem hann getur notað til þess að breyta um lykilorð sjálfur. Undir „Senda skilaboð“ er hægt að velja „Tölvupóstur: Endurstilling á aðgangsorð fyrir auðkenningarþjónustu“, svo skal smella á „Senda“ og þá fær lánþeginn tölvupóst.
Tölvupósturinn sem lánþeginn fær lítur svona út:
Hlekkurinn beinir lánþeganum á þessa síðu þar sem hann getur búið til nýtt aðgangsorð:
Lánþegi getur einnig breytt sjálfur um lykilorð á leitir.is.
Að skoða gildistíma korts og heimildir lánþega
Undir Notendahlutverk er hægt að sjá í hvaða bókasöfnum lánþeginn er með notendaheimild og gildistíma lánþegakortsins. Til þess að sjá gildistíma korts þarf að smella á tannhjólið undir „Notendahlutverk“, haka þar við „Gildistími“ og velja „Lokið“.
Að breyta um PIN-númer fyrir sjálfsafgreiðsluvélar
Í flipanum Almennar upplýsingar er hægt að úthluta PIN-númer fyrir viðurkenndar sjálfsafgreiðsluvélar. Ef lánþegi er með skráð netfang þá er hægt að smella á „Búa til“ hjá PIN-númer reitnum. Þá fær lánþeginn sendan tölvupóst með nýju PIN-númerið fyrir sjálfsafgreiðsluvélar.
Ef lánþegi vill velja sitt eigið lykilorð er hægt að skrifa PIN-númerið. PIN númerið skal vera 4 tölustafir og má ekki innihalda bókstafi. Ef lykilorð er skrifað inn þá skal ekki smella á „Búa til“ heldur smella á „Vista“ efst í hægra horninu. Þá fær lánþeginn tölvupóst um að PIN númerinu hans hafi verið breytt.
Lánþegi getur einnig breytt sjálfur um PIN-númer á leitir.is.
PIN er aldrei notað til innskráningar á leitir.is eða Rafbókasafnið, það er eingöngu fyrir sjálfsafgreiðsluvélar.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina