Það eru nokkrar leiðir til þess að finna lánþegafærsluna til að sjá ítarlegar upplýsingar um notanda. Það er bæði hægt að skoða þær með því að leita að lánþega í leitarglugganum og í gegnum Umsjón með lánþegaþjónustu.
EFNISYFIRLIT
Leitarstikan
Leitarstikan kemur að góðum notum ef maður vill fara beint í að breyta ítarlegum lánþegaupplýsingum.
Fyrst þarf að velja „Notendur“ og þá er hægt að leita eftir nafni, kennitölu, netfangi eða skanna inn lánþegakort.
Hér þarf að finna réttan lánþega, fara í þrípunktinn og ýta á „Breyta“ eða smella á nafnið. Þá er farið beint í lánþegafærsluna.
Efst á upplýsingasíðu lánþegans eru flipar með aðgengi að mismunandi atriðum.
Hægt er að smella á titlana hér að neðan fyrir nánari skýringar.
- Almennar upplýsingar
- Samskiptaupplýsingar
- Auðkenni
- Athugasemdir
- Bönn
- Sektir/gjöld
- Talnagögn
- Viðhengi
- Staðgengill fyrir
- Ferill
Lánþegafærslan gegnum lánþegaþjónustusíðu
Til þess að komast í lánþegafærsluna í gegnum lánþegaþjónustusíðuna er farið í „Umsjón með lánþegaþjónustu“ undir „Útlán“.
Þar er lánþeginn fundinn með því að fletta upp nafni, kennitölu eða skanna inn strikamerki.
Þegar búið er að fletta lánþeganum upp birtast upplýsingar, tengdar safninu hægra megin á skjánum. Þar er hægt að „Breyta athugasemdum“ ef þörf krefur.
Einnig er hægt að fara í ítarlegar upplýsingar í gegnum notendaþjónustusíðuna með því að fara yfir í gegnum flýtiumsjón notanda. Þá er farið í „Breyta upplýsingum notanda“.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina