Samskiptaupplýsingar

Breytt Tue, 23 Apr 2024 kl 09:09 AM

Undir samskiptaupplýsingar á upplýsingasíðu notanda er hægt að sjá upplýsingar um heimilisfang, símanúmer og netföng lánþega. 



EFNISYFIRLIT



Það sem er merkt sem „Ytri gögn“ eru upplýsingar sem koma frá Landskjarnanum. Það eina sem á að vera merkt sem ytra gagn er lögheimili lánþega, en þær upplýsingar koma frá Þjóðskrá. Þær upplýsingar sem eru merktar sem ytra gagn er ekki hægt að breyta eða eyða.  



Heimilisföng 


Þó að lögheimilið sé skráð þá er hægt að bæta við öðru heimilisfangi. Það er gert með því að smella á Bæta við heimilisfangi 


Þær upplýsingar sem þarf að fylla út í er „Heimilisfangalína 1“og haka við tegund heimilisfangs, aðrar upplýsingar eru valkvæðar.


Það má alls ekki haka við „Bæta við sem ytra“.


Valið heimilisfang Já/Nei - Það skal allaf velja „Nei“ þar sem aðeins lögheimili má vera „Valið heimilisfang“.


Þegar búið er að fylla út viðeigandi upplýsingar skal velja „Bæta við og loka“.




Símanúmer


Til þess að bæta við símanúmeri er smellt á Bæta við símanúmeri“. 


Það þarf að haka við hvernig símanúmer er verið að bæta við og setja símanúmerið í reitinn „Símanúmer“.


Valið símanúmer Já/nei - Aðeins eitt símanúmer getur verið Valið símanúmer og er það símanúmerið sem er talið vera aðalsímanúmer lánþegans. 


Valið SMS-símanúmer Já/nei - Það er hægt að velja eitt símanúmer sem fengi SMS ef sú þjónusta verður í boði í framtíðinni. Eins og er hefur þessi reitur enga virkni í kerfinu. 


Það má alls ekki haka við Bæta við sem ytra.


Þegar búið er að fylla út viðeigandi upplýsingar skal velja Bæta við og loka.





Netföng


Netföng eru mikilvægt tól í Gegni þar sem útlánakvittanir, tilkynningar um vanskil og aðrar mikilvægar tilkynningar eru sendar á tölvupóstfang lánþegans. Ef ekkert netfang er til staðar sendist enginn tölvupóstur.


Það þarf að haka við hvernig netfang er verið að bæta við og setja netfangið í reitinn „Netfang". Hægt er að haka við fleiri en einn reit í einu. 


  • Valkostur - fær ekki sendan tölvupóst nema að það sé „Valið“


  • Netfang fyrir afrit - Öll netföng sem fá hakið netfang fyrir afrit fá sent afrit af öllum tölvupóstum sem eru send á netfangið sem er „Valið“ . Ef enginn tölvupóstur er valinn sendist heldur enginn tölvupóstur á þau netföng sem eiga að fá afrit. 
    • Einka - fær ekki sendan tölvupóst nema að það sé „Valið“
    • Skóli  - fær ekki sendan tölvupóst nema að það sé „Valið“
    • Vinna - fær ekki sendan tölvupóst nema að það sé „Valið“


Valið heimilisfang Já/nei - Aðeins eitt netfang getur verið „Valið heimilisfang(netfang) . Það netfang sem er valið fær sendan tölvupóst. Ef ekkert netfang er valið sendist engin tölvupóstur. 


Það má alls ekki haka við „Bæta við sem ytra“.


Þegar búið er að fylla út viðeigandi upplýsingar skal velja „Bæta við og loka“




 



Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina