EFNISYFIRLIT
- Inngangur
- Nýr lánþegi á safni
- Notendahópur
- Eru upplýsingar um lánþegann réttar?
- Bæta við heimild á safni
Inngangur
Þessar leiðbeiningar miðast við einstaklinga sem finnast í Landskjarna / þjóðskrá.
Grunnupplýsingar um lánþegann eru sóttar úr þjóðskrá eins og nafn og heimilisfang. Þegar lánþegi er sóttur í fyrsta skiptið úr þjóðskrá fær hann úthlutað einstaklingsbundnu strikamerki. Sama strikamerki er hægt að skanna hjá öllum bókasöfnum á landinu.
Lánþeginn getur því notað sama skírteinið fyrir mismunandi söfn, en þarf engu að síður að fá
heimildir í hverju safni fyrir sig.
Nýr lánþegi á safni
Til þess að skrá nýjan lánþega á safn skal fara í „Umsjón með lánþegaþjónustu“ (undir „Útlán“ í stikunni vinstra megin)
Á síðunni „Umsjón með lánþegaþjónustu“ þarf að finna lánþegann, ýmist með því að slá inn kennitölu, leita að nafni lánþega eða skanna kort sem lánþegi gæti hafa fengið á öðru safni.
ATH: Ýtið alls ekki á „Frumskrá nýjan notanda“. Sá hnappur er eingöngu notaður ef lánþeginn finnst ekki í þjóðskrá.
Þegar nafnið er fundið þarf að smella á „Áfram“.
Þá opnast lánþegaþjónustusíðan. Upplýsingar um lánþegann í stiku vinstra megin sýna að hann er ekki með heimild á safninu. Sömu skilaboð birtast ef lánþegaskírteinið er útrunnið á viðkomandi safni.
Notendahópur
Það er mjög mikilvægt að lánþegar séu skráðir í réttan notendahóp því annars virka lánþegareglur ekki. Það þýðir að lánþeginn mun ekki geta fengið bók að láni á bókasafninu því að kerfið veit ekki hvaða réttindi þessi lánþegi hefur til þess að fá bækur að láni.
Ef enginn notendahópur er sýnilegur þarf að bæta honum við.
Hér eru engar upplýsingar um notendahóp:
Hér eru komnar upplýsingar um notendahóp:
Smellið á nafn lánþegans
Þá opnast lánþegafærslan í renniglugga og flipinn „Almennar upplýsingar“ er virkur. Veljið réttan notendahóp úr felliglugga.
Ef gefa á lánþeganum lykilorð (fyrir leitir.is/Rafbókasafnið) eða PIN (fyrir sjálfsafgreiðsluvél) er gott að gera það í leiðinni, það er gert neðar í flipanum „Almennar upplýsingar“
Sjá leiðbeiningar: Lykilorð og PIN-númer
Mikilvægt að vista breytingarnar með því að smella á hnappinn „Vista“.
Eru upplýsingar um lánþegann réttar?
Ef um nýjan lánþega er að ræða þarf að setja inn netfang og símanúmer. Ef lánþeginn er að endurnýja kortið sitt þá þarf einnig að yfirfara þessar upplýsingar.
Sjá nánari leiðbeiningar: Samskiptaupplýsingar
Strikamerki
Hver lánþegi fær einstaklingsbundið strikamerki sem er sjálfkrafa sótt upp í landskjarna.
Sjá nánari leiðbeiningar um Auðkenni og Að prenta út stök lánþegaskírteini
Bæta við heimild á safni
Það er ekki nóg að velja réttan notendahóp fyrir lánþegann, það þarf líka að gefa honum heimild á þínu safni.
Í stikunni vinstra megin á lánþegaþjónustusíðunni skal smella á punktana þrjá fyrir ofan nafn lánþegans og velja „Bæta við/endurnýja heimild lánþega“
Þá opnast gluggi með heiti safnins og gildistíma heimildar. Ef kerfið býr yfir upplýsingum um gjaldskrá safns þá sést árgjaldið líka í glugganum. Smellið á „Bæta við“.
Varúð: Ef aftur er farið í „Bæta við heimild lánþega“ þá fær lánþeginn viðbótar gildistíma í hvert sinn. Skoðið dagsetningar vel og metið hvort eigi að bæta við / endurnýja eða hætta við. Gildistími á ekki að vera lengur en eitt ár í senn því annars skekkist tölfræði kerfisins.
Endurnýjunarglugginn lítur nánast eins út, nema að þar sést líka eldri gildistími.
Upplýsingarnar um lánþegann í vinstri stiku eru nú breyttar. Lánþeginn tilheyrir notendahópi og jafnvel er búið að bæta við netfangi og símanúmeri. Engin skilaboð frá kerfi benda til að heimild í bókasafnið vanti. Einnig bætist við gjaldið sem lánþeginn á að greiða á viðkomandi safni, ef það á við.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina