Þegar þarf að bæta við lánþega sem er ekki í þjóðskrá þarf að fara varlega og passa að leita af sér allan grun að lánþeginn finnist ekki með nafni og kennitölu áður en farið er að skrá hann sem nýjan notanda.
Til þess að skrá nýjan lánþega sem er ekki í þjóðskrá skal fara í „Umsjón með lánþegaþjónustu" undir „Útlán“.
Á þeirri síðu er smellt á „Skrá nýjan notanda“.
Nú opnast ítarlegt skráningarform
- Ekki skal haka við „Finna notanda í öllum safnakjörnum" eða „Bæta við sem staðgengli í útlánum“.
- Nauðsynlegar upplýsingar sem þarf að fylla út eru „Eftirnafn“ og „Notendahópur“.
- Það þarf að nota „Aðalauðkennið“ sem að kerfið útbýr fyrir lánþegann. Hins vegar ef um að ræða einstakling sem er kominn með kennitölu frá Þjóðskrá Íslands en er ekki kominn inn í kerfið skal nota kennitöluna frá Þjóðskrá Íslands í staðinn fyrir „Aðalauðkennið“ sem kerfið býr til
- Það skal velja „Bæta lánþega í landskjarna - Já“ undir „Umsjónarupplýsingar notanda“. Þá flyst skráningin upp í Landskjarnann og aðrir safnakjarnar geta séð einstaklinginn í kerfinu. Einnig sameinast færsla einstaklingsins við færslu sem verður til við uppfærslur frá Þjóðskrá Íslands.
- Þegar einstaklingar eru skráðir er mikilvægt að skrá fæðingardag.
Það er tvennt sem gerist þegar smellt er á „Uppfæra notanda“.
1. Lánþeginn verður til
2. Hann fær lánþegaheimild á bókasafnið
Þegar búið er að útbúa lánþegann þarf að passa að fylla út allar nauðsynlegar upplýsingar svo sem netfang, símanúmer og heimilisfang. Fylla skal þær upplýsingar út á samskiptaupplýsingasíðu.
Bekkjarkort eða annars konar kort sem eru ekki tengd einstaklingum
- Ef um er að ræða kort sem tengist ekki einstaklingi er mikilvægt að fylla út nöfnin með lýsandi upplýsingum sem tengjast bókasafninu svo hægt sé að greina á milli korta þegar verið er að fletta þeim upp. Kortin verða til fyrir allan safnakjarnann og því þarf að koma skýrt fram hvaða bókasafn á kortið.
- Það þarf að nota „Aðalauðkennið“ sem kerfið útbýr.
- Undir Umsjónarupplýsingar notanda skal velja „Lánþegi er með færslu í stofnun – Nei“ þar sem þetta eru ekki upplýsingar sem að eiga að fara upp í Landskjarna.
- Svo skal smella á „Uppfæra notanda“.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina