EFNISYFIRLIT
Inngangur
Ef búið er að útbúa áskrift en það kemur aukablað með áskriftinni sem var ekki í komuspánni, þá er hægt að bæta aukablaðinu við.
Þetta er gert með því að afrita tölublaðið sem aukablaðið kom með. Þetta þarf að gera áður en blöðin eru móttekin í „Taka á móti“ svo að aukablaðið fái allar þær upplýsingar sem það þarf að hafa, svo sem tengingu við pöntunarlínu og móttökudagsetningu.
Skref 1 - Finna rétta forðafærslu og skoða eintök
Byrja á að leita að forðafærslunni fyrir tímaritið
- Muna að þrengja niðurstöður eftir sínu safni
Þegar búið er að finna réttu forðafærsluna skal smella á „Skoða eintök“
Skref 2 - Þrengja eintakalistann eftir „Ekki móttekið“
Skref 3 - Afrita eintak og uppfæra lýsingu
Það þarf að passa að afrita einungis eintök sem hafa ekki verið móttekin.
Í listanum þarf að finna tölublaðið sem aukablaðið fylgdi með. Svo skal velja „Afrita“ undir þrípunktunum. Mikilvægt er að athuga að það má ekki afrita hvaða eintak sem er.
Þegar smellt er á „Afrita“ þá býr kerfið til auka eintak með nýju strikamerki. Það sem þarf að gera næst er að merkja eintakið sem aukablað.
Í reitnum „Lýsing“ er hægt að bæta við lýsingu eins og við á, svo sem Aukablað eða Kökublað. Passa þarf að hafa lýsinguna ekki of langa.
Ekki skal smella á hnappinn „Búa til“ þegar lýsingunni hefur verið breytt.
Ýta á „Vista“ efst á síðunni
Loka eintakalistanum
Skref 4 - Fara í „Taka á móti“
Nú hefur aukablaðið bæst við á lista með öðrum tölublöðum undir „Taka á móti“.
Næsta skref er að móttaka nýju eintökin þegar þau koma í hús.
Sjá leiðbeiningar:
2. Tímarit - Að taka á móti nýju tölublaði
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina