Sjá leiðbeiningar um skráningu rafræns efnis:
Rafræn opin útgáfa – skráningarferill
Leiðbeiningar fyrir virkjun rafrænna áskrifta:
Að virkja rafrænt safn (e. collection)
Að virkja einstaka rafræna titla:
Virkja lista af titlum með hleðslu
EFNISYFIRLIT
Inngangur
Þessar leiðbeiningar eru fyrir einstök söfn um gerð rafrænna mappa (portfolio) í safnakjörnum.
Erlent efni sem gefið er út á vef og er ýmist opið öllum eða aðgengilegt með takmörkunum, valdar IP-tölur eða innskráning.
Ef safn vill gera slíkt efni leitarbært sínum notendum, býr það til rafræna möppu/portfolio fyrir sitt safn.
Slíkar rafrænar möppur eiga við í þessum tilvikum
- Rafrænt íslenskt efni sem er annað hvort varðveitt lokað á hverri stofnun eða í Rafhlöðunni.
- Rafrænt erlent efni, keypt sérstaklega á hverri stofnun
- Ef söfn vilja taka til sín og birta í eigin safnkosti rafrænt opið efni, getur t.d. átt við grunnskóla ef þau vilja hafa aðgang að einstaka rafrænum bókum fyrir nemendur
Rafræn mappa búin til
Bókfræðifærsla er vistuð í Gegni (Landskjarna). Færslan er vistuð og við hana er hengd rafræn mappa í safnakjarna. Hér þarf að færa inn upplýsingar um bókasafn úr flettilista, URL og velja rétta efnistegund úr flettilista.
1 - Finna bókfræðifærsluna í landskjarna
Ef hún er ekki þegar opin í beinu framhaldi af skráningu, þarf að smella titil færslunnar og síðan á „Færa í lýsigagnaritil“.
2 - Smella á „Sýna lýsigagnaritil“ neðst í stikunni vinstra megin.
Í stikunni uppi - smella á „Bæta í mitt safn“.
Þá opnast fellilisti - velja þar „Búa til rafræna möppu“.
3 - Færslan opnast nú í skráningarformi fyrir rafrænu möppuna.
Fyrsti hlutinn - Lýsandi upplýsingar - Nota fyrirliggjandi titil - titillinn kemur upp sjálfkrafa.
Annar hlutinn - Almennar upplýsingar - Stakt / Hluti af rafrænu safni - Bókasafn - valið úr flettilista.
Þriðji hluti - þrír rammar - fyrir rafrænt efni með takmörkuðu aðgengi þarf skýringu í „Opin athugasemd“.
Ef aðgengi að efninu er læst eða takmörkunum háð, er sett inn athugasemd um það.
4 - Smella á „Vista og prófa aðgang“ í stikunni uppi.
Ef færslan er ekki með virka vefslóð - þá koma þessi skilaboð upp.
Ef vefslóðin er virk verður merkið fyrir safnakjarnann blátt - rafræna mappan orðin til.
Birting í Leitir.is
Færslan eins og hún birtist í Leitir.is
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina