Skráning rafrænna viðfanga – vefútgáfa, opin öllum og efni skilað í Rafhlöðu
Skráningarfærslur fyrir skýrslur íslenskra stofnana og fyrirtækja, og annað efni sem gefið er út á vef, ættu að innihalda bæði merkingar sem búa til rafrænar möppur í landskjarna og merkingar fyrir Rafhlöðu.
Þannig er bæði aðgengi og varðveisla efnisins tryggð.
Nauðsynleg skráningaratriði
Skráning er gerð í samræmi við Handbók skrásetjara Gegnis, sjá https://hask.landsbokasafn.is/
Ef bókfræðifærsla inniheldur eftirfarandi svið, hér merkt með rauðu, verður sjálfkrafa til rafræn mappa í landskjarna og efninu er einnig skilað til varanlegrar varðveislu í Rafhlöðu.
- 007 cr#||||||||||| - sjálfgefið með færslusniðinu *bók rafr
- 082 ?4 $$a Flokkstala - sem hæfir efninu sem verið er að skrá
- 856 40 $$u Virk vefslóð - sem vísar á skjalið sem lýst í skráningarfærslunni
- 939 ## $$f rh - stendur fyrir Rafhlaða - skilar efninu þangað til varðveislu
$$f nzp - network zone portfolio - rafræn mappa í landskjarna
Skráning sem inniheldur þessi atriði á að skila sér bæði sem virk vefslóð í landskjarna og til varanlegrar varðveislu í Rafhlöðu.
Sjálfvirk afritun á vefslóð yfir í landskjarna er gerð í lok hvers dags.
Í Rafhlöðu er uppfærslan ekki jafn regluleg.
Ef / þegar upprunalegar vefslóðir brotna, má skipta þeim út fyrir tengla í Rafhlöðu.
Það gerist þó ekki sjálfkrafa.
Sjá ítarlegri leiðbeiningar:
Rafræn opin útgáfa – skráningarferill
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina