Tiltekt í lýsingu

Breytt Tue, 18 Mar kl 8:50 AM


EFNISYFIRLIT



Inngangur


Í Analytics/Greining er til skýrsla sem heitir Tiltekt í lýsingu. Hún sækir lista yfir gögn í tiltekinni safndeild þar sem lýsing eintaks er ekki tóm en Upptalning A reiturinn er tómur. 


Þessi skýrsla er svo notuð til þess að búa til nýja dálka fyrir lýsingu og opna athugasemd. Fyrir fjölbindaverk þarf að bæta bindisnúmerinu inn í Upptalning A dálkinn líka.

 

Það er mikilvægt að skrifa aldrei neitt  í reitinn fyrir lýsingu, þar má aldrei fara neitt nema upplýsingar um bindisnúmer fjölbindaverka og árgang, tölublað o.þ.h. fyrir tímarit. 


Þessar upplýsingar þarf að skrá í Upptalning og Tímatal reitina og Gegnir býr svo lýsinguna til sjálfur út frá þeim upplýsingum. Það er nóg að það sé eitt eintak á einhverju bókasafni í safnakjarnanum sem ekki er rétt tengt og þá hefur það áhrif á frátektir á öllum eintökum á þeirri bókfræðifærslu á öllum söfnum í safnakjarnanum.




Sækja skýrsluna í Analytics/Greining


Smellt er á Greining og skýrslan fundin, annað hvort með því að leita að henni í leitarglugganum eða smella á „Shared with me“ til að sjá allar skýrslur sem þú hefur aðgang að og smella svo á „Skoða skýrsluna í heild.“


Þegar hún opnast í Analytics/Greining þarf að velja safnið og safndeildina sem á að sækja. Neðst í skýrslunni er hlekkur „Export“ og þar er valið Data-> Excel til að flytja gögnin út í Excel skrá. 


Það er mikilvægt að flytja gögnin út sem Data því ef þau eru vistuð sem Formatted er ómögulegt að vinna með skrána eins og þarf í næstu skrefum.


Laga skjalið til


Þegar búið er að vista Excel skjalið á eigin tölvu þarf að laga það til svo auðveldara sé að vinna með það.


Merkja tvítekin atriði


Til að auðvelda okkur að sjá hvaða eintök hanga á sömu bókfræðifærslu segjum við Excel að merkja með rauðu þær færslur sem koma oft fyrir. 


Það er gert með því að velja MMS Id dálkinn (smella á A efst í dálknum til að velja hann allan). 


Þegar búið er að velja dálkinn er smellt á Conditional Formatting -> Highlight Cell Rules ->Duplicate Values





Þá opnast gluggi og nóg  er að smella á OK þar.







Búa til nýja dálka fyrir opna athugasemd og lýsingu


Í skýrslunni eru þrír dálkar sem aðallega er unnið með, það eru Ný opin athugasemd, Ný lýsing og Nýtt bindisnúmer. Þegar búið er að laga skjalið eru þessir dálkar svo notaðir sem inntak í keyrslu sem breytir eintakinu þannig að það sem er í Ný opin athugasemd fer í opin athugasemd reitinn, Ný lýsing fer í lýsingarreitinn og nýtt bindisnúmer fer í upptlaning A.



Setja inn formúlur


Næst er að létta okkur verkið með því að setja inn formúlur í dálkana. Hér þurfum við að vita í hvaða dálka við ætlum að sækja, hjá mér er Ný opin athugasemd í dálki J, Ný lýsing í dálki K og Nýtt bindisnúmer í dálki L


Í Ný lýsing dálkinn set ég formúluna (reitur J2 í mínu skjali) =IF(ISBLANK(L2);"";L2&". bindi")


Formúlan athugar hvort L2 reiturinn sé tómur, þ.e. ekkert bindisnúmer er skráð í Nýtt bindisnúmer. Ef reiturinn er tómur á lýsingin að vera tóm og Excel á að setja í reitinn það sem er á milli gæsalappanna, þ.e. ekki neitt. 


Ef L2 reiturinn er ekki tómur á Excel að setja inn það sem stendur í honum reitnum og bæta svo við „. bindi“ þannig að í lýsinguna komi ekki neitt nema bindisnúmerið. Þegar við erum búin að setja formúluna inn er hún svo dregin niður í alla reiti í þeim dálki.


Næst er að setja samsvarandi formúlu í Ný opin athugasemd reitinn, ef ekkert er í Nýtt bindisnúmer dálknum er þetta ekki fjölbindaverk og því þurfa upplýsingarnar sem eru núna í Lýsing reitnum að færast í Opna athugasemd og setjum því inn þessa formúlu:


   =IF(ISBLANK(L2);I2;"")


Sem segir Excel að ef L2 reiturinn er tómur á að setja innihaldið í I2 (þ.e. núverandi lýsingu) í reitinn en ef L2 er ekki tómur á ekki að setja neitt. Þegar formúlan er komin í efsta reitinn er hún svo dregin niður í alla reiti í þeim dálki.



Festa dálkaheitin

Þegar þetta allt er klárt er svo að endingu smellt á View -> Freeze Panes -> Freeze Top Row til þess að við sjáum alltaf efstu línuna með dálkaheitunum.






Þá er skjalið tilbúið og hægt að byrja að laga það til. 


Það getur komið fyrir að formúlurnar skili ekki þeim texta sem þarf, t.d. ef menn vilja bæta við opinni athugasemd í eintak sem er fjölbindaverk. Þá er formúlunni einfaldlega eytt úr Opin athugasemd dálknum fyrir það tiltekna eintak og textinn sem á að koma í Opna athugasemd settur í staðinn.


Í Excel skjalinu eru reitir sem sýna hvaða upplýsingar eru í eintakinu núna



Reitur

Upplýsingar

Enum A

Bindisnúmer fjölbindaverks

Enum B

Heftisnúmer bindisins sem er tilgreint í Upptalning A.

Chron I

Ártal.

Chron J

Næsta tímaþrep fyrir neðan ártalið, t.d. mánuður eða árstíð.




Formúlan fyrir lýsinguna skoðar bara í Nýtt bindisnúmer eritinn, ef ártal á að koma í lýsinguna er það sett í Enum I reitinn og líka í lýsingarreitinn í staðinn fyrir formúluna. 


Athugið að þetta á bara við um fjölbindaverk, ef bókfræðifærslan lýsir ekki mörgum bindum sem koma út á mismunandi tíma kemur ekkert í lýsinguna.




Skjalið lagað


Þá er að fara í gegnum skjalið, ef um fjölbindaverk er að ræða er númer bindisins sett í Nýtt bindisnúmer reitinn ef það er ekki þar fyrir, hér kemur sér vel að hafa merkt tvítekin færslunúmer með rauðu.


Ef lýsingin byrjar á tölu er sú tala í dálknum nýtt bindisnúmer, í lang flestum tilviku er það í raun bindisnúmer en í sumum tilvikum eru þetta upplýsingar um prentunina eða fylgirit, t.d. 2. prentun eða 2 diskar fylgja.  


Ef í Nýtt bindisnúmer reitnum er númer, en ekki er um fjölbindaverk að ræða þarf að eyða númerinu út. Ef formúlurnar eru rétt upp settar ættu upplýsingar um bindi að færast sjálfkrafa úr nýrri lýsingu yfir í nýja opna athugasemd.


Upplýsingar um að þetta sé t.d. sjöunda bókin um Jack Reacher má setja í opna athugasemd, en ef hún er ein í bókfræðifærslu má ekki setja 7 í Upptalning A. Hið sama á við um ritraðir, í opna athugasemd má setja að þetta sé t.d. 3 bindi í ritröðinni Saga mannkyns en ef bókfræðifærslan lýsir bara þessu eina bindi þá er það ekki fjölbindaverk og lýsing þarf að vera tóm.


Það er mjög mikilvægt að fara eftir þessari reglu því annars skemmir frátektir á öllum eintökum á öllum söfnum.



Nýtt skjal búið til


Þegar búið er að laga það sem þarf að laga er næsta skref að búa til Excel skjalið sem Item Updater by Excel notar til að breyta eintökunum. 


Fyrsta skrefið er að búa nýtt skjal til í Excel og breyta öllum reitum í því yfir í textareiti. 


Sum strikamerki byrja á núlli og ef það vantar finnur Gegnir ekki gagnið. Excel fjarlægir núll fremst í því sem hann túlkar sem tölur og því þarf að segja honum að láta núllin í friði. Það er gert með því að velja allt skjalið, vinstri smella með músinni, velja Format cells og forsníða sem Text.


Þá er hægt að fara tilbaka í vinnuskjalið og velja þá dálka sem þarf að nota:

  • Strikamerki
  • Ný opin athugasemd
  • Ný lýsing
  • Nýtt bindisnúmer

Ef upplýsingum var bætt í aðra reiti þarf að taka þá með líka:

  • Enum B
  • Chron I
  • Chron J

  

Dálkarnir eru valdir í vinnuskjalinu og afritaðir (vinstri smella og velja Copy eða nota flýtilykla CTRL-c) og límdir í nýja skjalið (vinstri smella og Paset eða nota CTRL-v).

Dálkarnir í skjalinu þurfa að hafa sama heiti og kerfið notar:

Fremsti dálkurinn (dálkur A) þarf að innihalda strikamerkið og heita barcode (með litlu b), í töflunni hér að neðan eru heitin á dálkunum í vinnuskjalinu og svo heitið sem þarf að vera á þeim í keyrsluskjalinu, t.d. þarf Nýtt bindisnúmer að heita enumeration_a í keyrsluskjalinu


Aðrir dálkar eru:


Heiti í vinnuskjaliÞarf að breyta í keyrsluskjali

Nýtt bindisnúmer


enumeration_a 

Ný opin athugasemd


public_note


Ný lýsing

description


Enum B

enumeration_b


Chron Ichronology_i
Chron Jchronology_j


Áður en skjalið er keyrt í gegnum Item updater by Excel þarf að fara yfir það,athuga hvort allt sé allt í lagi og laga það sem þarf ef eitthvað er. Það getur verið ágætt að taka fyrstu 10 línurnar eða svo í keyrsluskjalinu og keyra í gegn fyrst, ef einhverjar villur koma upp er betra að fá þær strax heldur en að bíða eftir að langt skjal keyri í gegn.


Skjalið keyrt í gegnum Item updater by Excel


Þegar búið er að fara yfir nýja skjalið og allt er rétt er það vistað á tölvunni. Þá er síðasta skrefið að fara í Gegni, smella á táknið fyrir skýjaforritin (sama tákn og notað er til að ræsa upp Spineometic skýjaforritið sem prentar út kjalmiðana). 


Ef Item updater by Excel er ekki á listanum yfir virk forrit þarf að smella á Tiltæk forrit og virkja það.








Þegar Item updater by Excel er ræst upp birtist þessi gluggi:





Nú þarf að opna möppuna þar sem Excel skjalið er vistað og draga skrána í kassann.


Þegar skráin er komin í kassann er að endingu smellt á Load items og þá fer skýjaforritð af stað gerir þær breytingar á eintökunum sem Excel skjalið segir til um. 


Þetta getur tekið langan tíma og því ágætt að gera þetta í áföngum, breyta circa 1000 eintökum í einu.


Þegar forritið er búið að keyra í gegnum skjalið birtir það skýrslu um verkið:







Í skránni hér að ofan  voru 20 færslur, af þeim var 20 færslum breytt og fjöldi sem ekki tókst að breyta var 0.


Og þá er búið að laga lýsinguna.


Að fylgjast með hvort eitthvað þurfi að laga


Hægt er að bæta við "Græju" hjá sér til að fylgjast með hvort ný eintök bætast í listann yfir það sem þarf að laga. Græjan heitir Lýsing í eintaki - Upptalning A tómur, á þjónustugáttinni eru leiðbeiningar um hvernig nýrri græju er bætt við: Smella hér fyrir leiðbeiningarnar


Græjan gagnast helst þegar búið er að laga eintökin eins og lýst er hér að ofan því ef listinn er tómur er allt í lagi, ef ekki þá þarf að laga gögnin.



Á Youtube er myndband þar sem sýnt er hvernig ein safndeild er löguð og keyrð í gegnum Item uptdater by Excel : https://youtu.be/KooimkosT3w




Upptökur




















Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina