Að taka á móti nýjum tölublöðum á safni
Þegar búið er að útbúa áskrift þá þarf einungis að taka á móti nýju tölublaði þegar það kemur á safnið. Það þarf ekki að byrja á að setja inn pöntun.
Til þess að taka á móti nýju tölublaði er farið í „Aðföng“ og valið að „Taka á móti“.
Í „Taka á móti“ eru tveir flipar. Þegar unnið er með bækur þarf að vera í flipanum „Einu sinni“ en þegar unnið er með tímarit þarf að vera í flipanum „Áskrift“.
Einnig er mjög mikilvægt að passa að hafa hakað við „Halda innan deildar“ og velja ferilstöðuna sem er næst á færibandinu. Hvort sem það er „Miðar og prentun“ eða „Plöstun og frágangur“.
Ef ekki er hakað við „Halda innan deildar“ heldur kerfið að tímaritið sé tilbúið að fara upp í hillu.
Hægt er að leita að tímaritinu sem verið er að taka á móti og neðar á skjánum sést pöntunarlínan fyrir tímaritið.
Þegar búið er að finna réttan titil er farið í þrípunktana hægra megin og valið að „Hafa umsjón með eintökum“.
Þessu næst er hakað við eintök eða tölublöð sem á að vinna með, fara í þrípunktana og velja „Taka á móti“.

Móttekið tölublað af tímaritinu birtist nú efst á skjánum. Þá er mikilvægt að smella á hnappinn„Vista og móttaka“.
Framhaldið héðan af er eins og með bækur. Farið er í „Eintök í vinnslu“ undir Aðföng.
Næstu skref eru þá að prenta kjalmiða, plöstun og frágangur og ljúka ferli. Nánari leiðbeiningar um aðfangaferlið (stundum kallað aðfangafæriband) er hægt að opna neðar á skjánum. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um raðtákn fyrir tímarit.
3. Kjalmiðayfirferð (Eintök í vinnslu og lýsigagnaritill)
4. Kjalmiðaprentun (Eintök í vinnslu og SpineOMatic)
5. Plöstun (Eintök í vinnslu) ef safnið velur að plasta eintökin
6. Ljúka ferli (Eintök í vinnslu eða skanna eintök)
Það er hægt að velja sérstakt template í SpineOMatic sem sækir upplýsingar um árgang og númer beint úr eintakinu og bætir því við kjalmiðann. Þessi template eru merkt með T aftast í heitinu, sjá dæmi um miðlungsstóra límmiða hér fyrir neðan:
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina