Vanskila- og útlánalistar

Breytt Mon, 13 Maí kl 12:27 PM


Til þess að komast inn í tölfræðihluta Gegnis sjá :


    Að opna tölfræði í Analytics




Farið er í Greiningu/Analytics og leitað að „Vanskila- og útlánalistar”.  

Hægt er að smella á teiknibóluna til þess að vista listann á forsíðu Greiningar/Analytics.  




Svona lítur glugginn út í ALM


Listarnir birtast hér í nokkrum gluggum.

  • Fyrst skal  velja safnið sitt úr fellilista undir „Veljið safn“
  • Svo skal smella á „Apply“





Þeir sem mega skoða vanskil á mörgum söfnum geta valið fleira en eitt safn. Þegar búið er að velja safnið í einum glugganum vistast stillingin yfir í næsta glugga.  

Athugið að í listunum kemur bæði fram „Útlánssafn“ og „Eigandi gagns“, þ.e.a.s. annarsvegar safnið sem lánar gagnið út og hins vegar safnið sem á eintakið.



Vanskilalistarnir sýna þau gögn sem eru í útláni og ætti að vera búið að skila, þ.e. síðasti skiladagur var í gær eða fyrr. Útlánaskýrslurnar sýna öll útlán, hvort sem þau eru komin í vanskil eða ekki.


Tvær útgáfur eru af hvorum lista, önnur útgáfan sýnir gögn sem safnið á og í hann koma því útlán þrátt fyrir að gögnin hafi verið lánuð í öðru safni í öðrum skólum á efni safnsins. Þegar skólar lána t.d. bekkjarsett sín á milli koma útlánin á þeim gögnum sem safnið hefur lánað öðrum skóla fram í þessum lista.


Hin útgáfan af sýnir útlán og vanskil á þeim gögnum sem safnið lánaði út óháð því hvaða safn á gagnið. Þetta gagnast þeim skólum sem hafa fengið lánuð bekkjarsett í öðrum skólum og þurfa að geta séð hvort þeirra lánþegar séu búinir að skila þeim.


Skýrslunum er raðað í stafrófsröð eftir bekkjum og innan bekkjanna í stafrófsröð eftir nafni. 


Ef bekkjarupplýsingar vantar hjá einstökum nemendum þarf að setja þær inn handvirkt, sjá hér: Að uppfæra bekkjarupplýsingar. 


Skýrslan sýnir bara bekkjarupplýsingar úr því safni sem er að sækja skýrsluna.



Listarnir sem birtast, hver undir sínum flipa eru

  • Vanskilalisti - safnið á gögnin
  • Útlánalisti - safnið á gögnin
  • Vanskilalisti - safnið lánaði gögnin
  • Útlánalisti - safnið lánaði gögnin
  • Vanskilalisti - netfang, símanr. og póstnr




Hægt er að sía listana  / raða listunum  út frá ýmsum forsendum,útlánsdagur, skiladagur, lánþegahópur o.s.frv.



Að vista skjalið sem Excel skjal 


Til þess að vista listana niður sem Excel skjal skal smella á Export neðst á síðunni, velja Data og Excel. 

Þá opnast Excel skjal sem hægt er að vinna betur með. 





Til þess að útbúa töflu úr upplýsingunum skal smella inn í dálk A1 og velja CTRL+T á lyklaborðinu. Smella svo á OK. Þá verður til tafla úr upplýsingunum sem hægt er að sía eftir bekkjum og raða upp eins og hentar. 


Athugið að listarnir í Gegni uppfærast einungis á nóttunni. Listarnir eru því með upplýsingar miðað við stöðuna frá deginum áður.




Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina