Útlán og topplistar

Breytt Fri, 30 Jan kl 9:50 AM

EFNISYFIRLIT


Opna skýrsluna

Til að komast inn í árslokatölfræðina þarf að skrá sig inn í Gegni. Ýta á skýrslur.


 

Þaðan skalt þú velja „Útlán og topplistar“ undir „Skýrslur bókamerktar af kerfisstjóra“




Þú getur bókamerkt skýrsluna og þá birtist hún undir „Bókamerktar skýrslur“ í staðinn fyrir „Skýrslur bókamerktar af kerfisstjóra“. 



Ef skýrslan er ekki undir „Bókamerktar skýrslur“ eða „Skýrslur bókmerktar af kerfisstjóra“ notar þú leitargluggann og slærð inn „Útlán og Topplistar“.



Þegar þú smellir á skýrsluna ertu komin(n) inn í árslokatölfræðina. 



 

Upphafssíða

Á upphafssíðu eða „Yfirlit útlána“ getur þú prófað þig áfram og valið að skoða þau atriði sem eiga best við þitt bókasafn.

 


Í „Yfirlit útlána“ birtast útlánatölur fyrir allt landið eftir ýmsum flokkum. Til að skoða tölur fyrir tiltekið safn eða safnakjarna er hægt að nota fellilistana efst til hægri á yfirlitinu.



Þetta er besta skýrslan til að fá yfirlit yfir útlán þíns safns.

 

Grunnhnappar

Efst er mjó dökkgrá stika, hægra megin á henni eru hnappar sem koma til góðra nota.


  • Þessi hnappur endurstillir allt val sem þú hefur valið í öllum flokkum.
  •  Þessi hnappur afturkallar síðasta atriði sem þú valdir.
  •  Þessi hnappur endurkallar síðustu atriði sem þú afturkallaðir.
  •  Þessir hnappar gera ekki neitt.


ATH! Ef skýrslan frís er best að endurstilla allt val með því að ýta á . Ef að tölfræðin stoppar er best að fara út úr henni og prófa aftur eftir nokkrar mínútur.



Valmynd

Valmyndin vinstra megin er eins í öllum skýrslum. Þegar flakkað er á milli skýrslna breytist ekki það sem búið var að velja fyrir safnakjarni og safn.



Sem dæmi sést á myndunum fyrir neðan að farið var úr „Topp: Höfundar“ yfir í „Topp: Höfundar – mánuðir“. Safnakjarninn „Almenningsbókasöfn“ og safnið „Borgarbókasafnið Gerðubergi“ helst inni en allt annað núllstillist.


Það er hægt að velja meira en einn valmöguleika í hverri fellileit í valmyndinni. 


Einnig er hægt að velja að útiloka ákveðnar breytur með því að merkja við „Exclude“.



Flokkar

Þetta eru þeir flokkar sem hægt er að skoða og vinna með:

Í Yfirlit útlána birtast útlánatölur fyrir allt landið eftir ýmsum flokkum. 

Í Söfn – flokkar – mæligildi er hægt að velja mismunandi flokka og mæligildi.

Í Topp: Höfundar er hægt að skoða mest lánuðu höfunda hvers árs.

Í Topp: Titlar er hægt að skoða mest lánuðu titlana í Gegni.

Í Topp: Höfundar – mánuðir eru mest lánuðu höfundarnir flokkaðir niður á mánuði ára.

Í Topp: Titlar – mánuðir eru mest lánuðu titlarnir flokkaðir niður á endurstillmánuði ára.


Greinargerð

Í skjalinu hér fyrir neðan er gerð grein fyrir forsendum á bak við tölfræði Gegnis.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina