Þessi skýrsla gefur okkur tölfræði yfir mest lánuðu höfundana. Velja má breytur í fellilistum til vinstri og blanda má saman öllum síum. Ef ekkert er valið jafngildir það að telja útlán fyrir öll gildi.
Það verður að velja safnakjarna og safn úr fellilistunum til að fá niðurstöður fyrir þitt safn.

ATH! Það er hægt að velja meira en einn möguleika í öllum fellilistum. Í töflunni hér fyrir neðan er búið að velja breytur í fellilistunum fyrir ár, safnakjarna, safn, efnistegund bókfræði og markhóp til að fá sem besta yfirsýn yfir vinsælustu höfunda ársins hjá Bókasafni Dalvíkurbyggðar.

Ef þú vilt sjá hvaða titlar hjá hverjum höfundi voru vinsælastir merkir þú við já í fellilistanum undir „Sýna titla“ efst á síðunni í hægra horni.

Engin efri mörk eru á „Fjöldi í lista“ en sjálfgildi er 20.
ATH! Að fjöldi miðast við höfunda en ekki titla ef þú hefur valið að sýna titla.
Dæmi: Við viljum afmarka leitina enn frekar og sjá hvaða íslensku höfundar voru vinsælastir á Bókasafni Dalvíkurbyggðar með því að velja „Íslenskur“ undir fellilistanum „Uppruni höfundar“.

Eins og þú sérð eru niðurstöðurnar dálítið skrítnar. Í listanum fyrir íslenska höfundar birtast þrír erlendir höfundar. Þessi villa getur komið upp í hvaða skýrslu sem er vegna villu í bókfræðiskráningu. Í þessu tilfelli hefur erlendur höfundur verið skráður sem íslenskur í einni eða fleiri bókfræðifærslum.

Það er einnig skrítið að höfundur með aðeins eitt útlán yfir árið birtist í topplista. Ef við veljum að sýna titla sjáum við að það er aðeins einn titill sem birtist undir höfundi.

En þegar við veljum að sýna titla undir höfundum, óháð því hvort hann sé erlendur eða íslenskur, sjáum við töluvert fleiri titla.

Líklega er tölfræðin að telja saman alla titla undir höfundi og þess vegna birtist Viveca Sten með einn titil á lista yfir vinsælustu íslensku höfundana. Þetta bendir til þess að þó svo að það sé aðeins ein röng bókfræðifærsla eru talin saman öll útlán frá höfundi því skýrslan er að biðja um útlánatölfræði höfunda en ekki titla.
Tölfræðin bíður upp á endalausa möguleika og hvetjum við ykkur að prófa ykkur áfram með því að velja mismunandi valmöguleika úr valmynd.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina