Útlán og topplistar: Yfirlit útlána

Breytt Thu, 29 Jan kl 12:50 PM

EFNISYFIRLIT


Yfirlit útlána

Í þessari skýrslu birtast útlánatölur fyrir allt landið eftir ýmsum flokkum. Til að skoða tölur fyrir tiltekið safn eða safnakjarna er hægt að nota fellilistana efst til hægri á yfirlitinu.
 



Þetta er besta skýrslan til að fá yfirlit yfir útlán þíns safns.


Flestar skýrslur sem birtast í þessu yfirliti eru einnig valmöguleikar í valmynd vinstra megin í öðrum skýrslum. Allar breytur eða þær breytur sem eiga við hvern safnakjarna og safn birtast í niðurstöðum skýrslunnar ef einhver útlán eru tengd færslunum. 

 

Skoðum betur tölfræðina sem birtist í skýrslunni. Fyrir þessa skýrslu hef ég valið að sjá öll útlán í safnkjarnanum Almenningsbókasöfn, en hef skilið söfn eftir autt.


Útlán eftir efnistegund bókfræði



Sumir þessara flokka eru nokkuð augljósir um hvað er átt við eins og „Bók“, „Tímarit“ og „Tónlist“. Undir Sjónrænt efni" ættum við að finna útlán fyrir t.d. kvikmyndir, þætti og spil. Undir „Blandað efni“ er að finna t.d. tæki, tól, leikföng og kökuform. Einhver spil gætu verið flokkuð undir „Blandað efni“ en það fer eftir bókfræðiskráningu efnisins. 


Útlán eftir bókmenntaformi

Bókmenntaform segir okkur gróflega hvert innihald efnis er t.d. hvort um er að ræða skáldsögur, fræðirit, ljóð eða smásögur.


 

Útlán eftir notendahópi

Útlán eftir notendahópi miðast við í hvaða notendahópi lánþegi er. Þessi tölfræði er mjög ólík á milli safna og sérstaklega safnakjarna. Ef við skoðum þessi útlán fyrir öll almenningbókasöfn lítur taflan svona út.



Árið 2025 var farið í tiltekt í notendahópum sem mun ekki skila sér í tölfræðina fyrr en fyrir árið 2026 og þá ættu listarnir að verða snyrtilegri.


Ef við skoðum aftur á móti tölfræðina fyrir grunnskóla þá lítur taflan svona út. 



Útlán eftir markhópi

Markhópur gefur til kynna fyrir hvern efnið er og hvernig það hefur verið skráð í bókfræðifærslu.


 

Útlán eftir uppruna höfundar

Hér eru bara tvær breytur sem eru hvort höfundur er íslenskur eða erlendur.


Útlán eftir safnakjarna

Hér sjáum við muninn á útlánum á milli safnakjarna.



Útlán eftir kyni

Yfirlit útlána er eini staðurinn þar sem við getum séð útlán eftir kyni. 



Útlán sjálfsafgreiðsla og þjónustuborð

Þessi skýrsla sýnir fjölda útlána í sjálfsafgreiðslu og þjónustuborði/afgreiðslu.



Útlán eftir eintakastöðu

Eintakastaða segir til um hversu lengi efni má vera í útláni. Algengasta eintakastaðan er 30 dagar. Útlán eftir eintakastöðu er aðeins hægt að skoða í Yfirlit útlána.


ATH! Það er búin að vera tiltekt í eintakastöðum og þess vegna koma upp eintakastöður sem heita „ekki notað“.


Taflan fyrir neðan sýnir útlán eftir eintakastöðu í grunnskólum



Tölfræðin bíður upp á endalausa möguleika og hvetjum við ykkur til að prófa ykkur áfram með því að velja mismunandi valmöguleika úr valmynd.










Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina