Útlán og topplistar: Topp Titlar

Breytt Thu, 29 Jan kl 2:41 PM

Þessi skýrsla sýnir mest lánuðu titlana. Velja má breytur í fellilistum til vinstri og blanda má saman öllum síum. Ef ekkert er valið jafngildir það að telja útlán fyrir öll gildi.  


Myndin hér fyrir neðan sýnir útlán fyrir vinsælustu barnabækurnar í Seljaskóla árið 2025. Til að fá þær niðurstöður hef ég valið breytur úr fellilistunum „Ár“, „Safn“, „Efnistegund bókfræði“ og „Markhópur“.



Markhópur segir okkur fyrir hvern efnið er ætlað. Það getur verið sniðugt að nota markhópa, til dæmis til að aðskilja barnaefni frá fullorðinsefni.




Markhópur jafngildir ekki safndeild. Í dæminu hér fyrir neðan hef ég valið Borgarbókasafnið Grófinni og ætla að skoða útlán á barnabókum árið 2025. Á myndinni hægra megin hef ég valið viðeigandi safndeildir en á myndinni vinstra megin hef ég valið viðeigandi markhópa.




Í þessu tilfelli er munurinn minniháttar, en efni í safndeild er valið af starfsfólki hvers safns á meðan markhópur miðast við skráningu í 008 stýrisviði bókfræðifærslu. 

Dæmi: Við viljum skoða lista yfir vinsælustu erlendu skáldsögurnar í Bókasafni Ísafjarðar árið 2025. Þar er engin sérstök safndeild sem aðgreinir erlent efni frá íslensku efni. Því er mikilvægt að við veljum síur undir „Efnistegund bókfræði“, „Bókmenntaform“ og „Tungumál“. Við viljum að tölfræðin sýni ekki barnabækur og vel ég því „Fullorðinsefni“ undir „Markhópur“.



Tölfræðin bíður upp á endalausa möguleika og hvetjum við ykkur að prófa ykkur áfram með því að velja mismunandi valmöguleika úr valmynd.



Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina