Útlán og topplistar: Topp Höfundar - mánuðir

Breytt Thu, 29 Jan kl 2:49 PM

Þessi skýrsla sýnir mest lánuðu höfunda niður á mánuði ára. Velja má breytur í fellilistum til vinstri, blanda má saman öllum síum. Ef ekkert er valið jafngildir það að telja útlán fyrir öll gildi. 

 

Það verður að velja safnakjarna og safn úr fellilistunum til að fá niðurstöður fyrir þitt safn. Það er hægt að velja meira en einn möguleika í öllum fellilistum.



Ef þú vilt sjá hvaða titlar hjá hverjum höfundi voru vinsælastir velur þú „Já" í fellilistanum undir „Sýna titla“ efst á síðunni í hægra horni.



Engin efri mörk eru á fjölda í lista, sjálfgildi er 20. Fjöldi miðast við höfunda en ekki titla ef þú hefur valið að sýna titla.


Þessi skýrsla virkar að mestu leiti eins og „Topp: Höfundar“ nema hún sýnir fjölda útlána í hverjum mánuði. Listanum er raðað eftir fjölda útlána yfir árið eða yfir þau gögn sem eru aðgengileg hverju sinni og brýtur það svo niður á mánuði.


Dæmi: Á Bókasafni Vopnafjarðar var Jeff Kinney mest lánaði höfundurinn á safninu árið 2025.



Ef við skoðum skýrsluna aðeins betur sjáum við að Kinney var ekki alltaf mest lánaði höfundurinn í hverjum mánuði. 



Það getur því verið áhugavert að grúska aðeins í tölfræðinni. Einnig er hægt að sýna titla og sjá útlán eftir mánuði á hvern titil sem er undir höfundi.


ATH! Þetta getur hægt töluvert á skýrslunni og er því sniðugt að lækka fjölda höfunda sem eru í listanum áður en valið er að sýna titla.



Það getur verið erfitt að vinna í skýrslunni og skoða hana ýtarlega þegar við erum komin með svona mikið af upplýsingum. Þá getur verið sniðugt að setja hana upp í excel. Við gerum það með því að vinstri smella með músinni á „Höfundur“.



Skýrslan ætti þá að verða öll græn. Næst vinstri smellum við með músinni, skiptir ekki máli hvar á græna svæðinu. Veljum „Edit“ og „Copy Data“ til að afrita.



Síðan þarf að opna excel og líma inn það sem var afritað í dæminu hér fyrir ofan.


Tölfræðin bíður upp á endalausa möguleika og hvetjum við ykkur að prófa ykkur áfram með því að velja mismunandi valmöguleika úr valmynd.


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina