Þessi skýrsla sýnir mest lánuðu titla niður á mánuði ára. Velja má breytur í fellilistum til vinstri, blanda má saman öllum síum. Ef ekkert er valið jafngildir það að telja útlán fyrir öll gildi.
Það verður að velja safnakjarna og safn úr fellilistunum til að fá niðurstöður fyrir þitt safn. Það er hægt að velja meira en einn möguleika í öllum fellilistum.

Þessi skýrsla virkar að mestu leiti eins og „Topp: Titlar“ nema hún sýnir fjölda útlána í hverjum mánuði. Listanum er raðað eftir fjölda útlána yfir árið eða yfir þau gögn sem eru aðgengileg hverju sinni og brýtur það svo niður á mánuði.
Það getur því verið áhugavert að bera „Topp: Titlar“ saman við „Topp: Titlar – mánuðir“ skýrslu.
Dæmi: Tökum skýrsluna sem við gerðum yfir topp útlán á Barnaefni í Seljaskóla.

Og gerum sömu skýrslu í ,,Topp: Útlán – mánuðir“ og merkjum við allt það sama og við gerðum í skýrslunni hér fyrir ofan.

Þetta getur verið góður samanburður til að skoða hvort titlar séu að fara jafnt í útlán yfir árið eða hvort það séu mögulega einhverjar breytur sem geta haft áhrif á útlánatölur sem við sjáum í þessari skýrslu en ekki í skýrslunni yfir topp útlán. T.d. sé ég að heildarútlán á Benjamín Dúfu yfir árið var 55 en 49 af þeim útlánum voru í janúar. Það segir mér að mjög líklega var Benjamín Dúfa notuð í kennslu í Seljaskóla í byrjun árs 2025.

Tölfræðin bíður upp á endalausa möguleika og hvetjum við ykkur að prófa ykkur áfram með því að velja mismunandi valmöguleika úr valmynd.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina