Þessi skýrsla sýnir okkur útlán safna yfir mánuði og ár sem miðast við að velja „undirflokk“ og „mæligildi“.

Í fellilistunum til vinstri á síðunni er hægt að velja breytur sem sýna þá tölfræði þess undirflokks og mæligildis sem þú hefur valið.

Á myndinni hér fyrir neðan hef ég valið „Notendahópur“ sem undirflokk og „Útlán“ sem mæligildi í fellilistunum hægra megin. Af breytunum í fellilistunum til vinstri hef ég valið árið 2025, safnakjarnann „Grunnskólar“ og safnið „Seljaskóli“. Þá lítur tölfræðin svona út.

Hægt er að velja margar breytur í fellilistunum og bera þannig saman t.d. útlán á milli ára eftir notendahópum.

Tölfræðin bíður upp á endalausa möguleika og hvetjum við ykkur til að prófa ykkur áfram með því að velja mismunandi valmöguleika úr valmynd.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina