Að flytja eintök á nýja bókfræðifærslu

Breytt Wed, 25 Sep kl 1:14 PM

Hægt er að flytja eintök af einni bókfræðifærslu yfir á aðra. Þegar það er gert þá flytjast eftirfarandi upplýsingar með:

  • Útlán
  • Aðfangapöntun
  • Staða í aðfangaferli


Það sem flyst ekki með:

  • Frátektir (lánþeginn fær póst um að hætt hafi verið við beiðni, ef engin önnur eintök geta uppfyllt beiðnina)


EFNISYFIRLIT


1. Finna núverandi færslu undir „Áþreifanlegir titlar“.



2. Skoða hvort frátektir séu á mínu safni/söfnum. 


Smella á númer aftan við „Beiðnir“.




3. Sía beiðnir eftir „Frátekt“.  Undir „Tegund beiðni/ferlis“.

  • ATH: Ef einhverjar frátektir finnast, þá þarf að taka niður upplýsingar um lánþegana sem eru að bíða og eyða frátektunum áður en lengra er haldið. Svo þarf að setja frátektirnar aftur inn handvirkt eftir að búið er að flytja eintök yfir á nýja færslu.






4. Þegar engar frátektir eru lengur á mínu safni, smella á „Eintök“ í leitarniðurstöðum. 






5. Haka við eintökin sem á að færa yfir á rétta færslu, smella á „Umsjón með völdum atriðum“ og þar undir velja „Tengja aftur við aðra bókfræðifærslu“.





6. Leita að nýrri færslu.






7. Finna réttu færsluna í listanum og smella á hana.





8. Skoða vel hvort það sé nú þegar til forðafærsla í mínu safni á nýju bókfræðifærslunni, er hægt að nota þá forðafærslu?

  • Ef til er forðafærsla fyrir mitt safn, fara beint í skref 9.
  • Ef engin forðafærsla í mínu safni: Velja „Bæta við nýjum forða“




  • Laga 852 svið með safnkóðanum þínum ($$b), kóða safndeildar ($$c) og kjalmiðamerkingu ($$h)



  • Svo skal   „Vista og losa færslu og fela lýsigagnaritil.




9. Haka við réttu forðafærsluna úr listanum og ýta á „Velja“





10. Ef forðafærslan á röngu bókfræðifærslunni er núna orðin tóm, þarf að eyða tómu forðafærslunni.



Sjá leiðbeiningar  Að eyða út forðafærslu




11. Ef einhverjar frátektir fundust í skrefi 3 þarf að setja þær handvirkt á nýju bókfræðifærsluna.


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina