Ef að forðafærslu hefur ekki verið eytt þegar verið er að eyða út eintökum þá er best að eyða henni út.
Tómar forðafærslur birtast enn á leitir.is og það getur verið erfitt fyrir lánþega að átta sig á að ekkert eintak situr undir forðafærslunni.
Athugið, ekki er hægt að eyða út forðafærslu sem er með tengd eintök undir sér. Til þess að eyða út eintökum, sjá Að eyða út eintaki
Til þess að eyða út forðafærslu sem er tóm þarf að fletta titlinum upp í „Forðafærslur fyrir áþreifanleg viðföng“.
Smella á þrípunktana og velja eyða.
Þá kemur upp gluggi sem spyr „Viltu örugglega eyða þessari forðafærslu“, þá skal smella á „Eyða“.
Ekki er hægt að eyða út forðafærslum nema í þeim söfnum sem starfsmaður er með heimildir í.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina