* Aðrar leiðbeiningar gilda ef þarf Að flyta eintök yfir á aðra bókfræðifærslu *
Hægt er að flytja eintök af einni forðafærslu yfir á aðra, ef báðar forðafærslurnar eru tengdar sömu bókfræðifærslu.
Þetta kemur t.d. að notum við að flytja eintök í heilu lagi á milli safndeilda.
Byrjað er á því að leita að titli í „Forðafærslur fyrir áþreifanleg viðföng“
Þegar réttur titill er fundinn, er hægt að sía listann eftir bókasafni til að finna forðafærslur eigin safns.
Velja réttu forðafærsluna, nánari upplýsingar birtast hægra megin á skjánum. Smella á „Skoða eintök“, þá birtist listi yfir eintökin í þessari forðafærslu.
Nú þarf að haka við eintökin sem á að flytja. Smella á „Umsjón með völdum atriðum“ og „Breyta forða“
Velja nýjan stað forðans úr lista yfir bókasöfn. Hér þarf að sía listann eftir bókasafni til að finna allar forðafærslur eigin safns. Haka við nýja forðafærslu og ýta svo á „Velja“
Ef eldri forðafærsla er núna tóm, þá þarf að eyða henni.
Sjá leiðbeiningar Að eyða út forðafærslu
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina