Almennar upplýsingar um millisafnalán : Millisafnalán - inngangur
Til þess að breyta MSL-beiðni í frátekt þarf að fara „Útsendar MSL-beiðnir“.
Þar skal finna titilinn , fara í þrípunktinn og velja „Skoða staðbundin viðföng“.
Í „Skoða staðbundin viðföng“ er hægt að skoða hvaða bókasöfn eiga til eintak.
Ef það er til á þínu bókasafni þá skal velja „Beiðni“ undir þrípunktinum hjá titlinum.
Hér er verið að útbúa frátektarbeiðni. Það þarf að fara yfir hana og haka við „Hætta við beiðni um útsenda MSL-beiðni í millisafnaláni.“ Svo skal smella á „Senda inn“.
Millisafnalánabeiðnin fær stöðuna „Starfsmaður hætti við“ og frátektarbeiðni hefur orðið til í staðinn.
Ef eintakið er tiltækt, þá er frátektarbeiðnin komin inn á verkefnalista starfsmanna um að sækja í hillu.
Að öðrum kosti fer lánþeginn á biðlista eftir næsta eintaki sem losnar.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina