Almennar upplýsingar um millisafnalán : Millisafnalán - inngangur
EFNISYFIRLIT
Bók kemur á safn
Skref 1 - Fara í „Útsendar MSL-beiðnir“ og velja „Taka á móti“ í þrípunktunum
Þegar bókasafn hefur fengið bók í pósti sem á að fara í millisafnalán þarf starfsmaður að byrja á því að skoða „Útsendar MSL-beiðnir“ undir útlán.
Beiðnin ætti að vera með stöðuna „Sent á áþreifanlegan hátt“.
Næst þarf að móttaka eintakið, það er gert með því að fara í þrípunktana og velja „Taka á móti“.
Þá opnast form sem þarf að fylla út
Athugið: Það þarf að muna að haka við „Já“ í „Prenta miða sjálfkrafa“ þar sem tímabundið strikamerki er á miðanum sem þarf að nota í staðinn fyrir strikamerkið sem er á bókinni.
Hér er einnig hægt að haka við að „Láta lánþega sjálfkrafa vita“ og þá fær lánþegi póst um að bókin hafi verið móttekin og sé tilbúin til útláns á því bókasafni sem hann vildi sækja eintakið. (Ef starfsmaður er skráður á það útlánaborð sem lánþegi vildi sækja bókina á).
Það er hægt að velja „Reglur eintaks“ en það þarf ekki þar sem að eintakið lánast sjálfkrafa í mánuð ef reitur er tómur.
Einnig er hægt að breyta „Kostnaður við móttöku“ en sá reitur fyllist sjálfkrafa út miðað við útlánareglur í kerfinu. Þær stillingar verða fínstilltar síðar.
Tímabundið strikamerki sem kerfið hefur myndað verður að vera óhreyft.
Þegar búið er að fylla allar upplýsingar út skal smella á „Áfram“.
Skref 2 - Festa miða sem prentast út á bók, helst yfir upprunalegt strikamerki bókar
Þegar miði hefur prentast út skal festa hann við bókina svo að upplýsingarnar sem á honum eru týnast ekki. Það er best að festa miðann yfir strikamerkið sem er nú þegar á bókinni til þess að sporna gegn því að upprunalega strikamerkið verði óvart skannað.
Nú er beiðnin með stöðuna „Áþreifanlegt eintak móttekið á bókasafni“ þegar búið er að endurhlaða síðuna.
Nú sést beiðnin einnig undir „Virk frátektarhilla“ undir útlán þar sem bókin bíður eftir því að vera sótt af lánþega.
Kerfið hefur einnig búið til tímabundna bókfræðifærslu fyrir eintakið þannig að það er eins og bókasafnið eigi til eintak af bókinni.
Safndeildin er skráð sem „Millisafnalán“ („Resource Sharing“) og færslan er með auga við hliðina á sér sem þýðir að hún komi ekki upp á leitir.is. Þessi færsla mun svo hverfa þegar lánþegi hefur skilað eintakinu.
Lánþegi sækir bókina
Skref 3 - Lána út með (RS-354ILC…) strikamerki, aldrei nota upprunalegt strikamerki. Rukka lánþegann um gjaldið sem verður til á kortinu hans
Þegar lánþegi er kominn á safnið til þess að fá bókina lánaða skal fara í „Umsjón með lánþegaþjónustu“ og skanna kort lánþegans.
Lánþegi er nú þegar kominn með gjald fyrir millisafnalánið.
Nú þarf að passa að skanna inn rétt strikamerki.
Aldrei skal skanna inn alvöru strikamerkið á bókinni.
Það þarf að passa að skanna inn strikamerkið sem kerfið bjó til fyrir millisafnalánið (RS-354ILC…).
Þegar eintakið hefur verið lánað út fær beiðnin stöðuna „Eintak lánað til lánþega“ undir „Útsendar MSL-beiðnir“.
Lánþegi skilar bókinni
Skref 4 - Bók er skilað, skanna inn í skilaglugga (RS-354ILC…) strikamerki
Þegar lánþegi skilar eintakinu aftur á safnið þarf að fara í skilagluggann og passa að skanna inn tímabundna strikamerkið (RS-354ILC…).
Þá kemur upp gluggi sem segir hvert bókin á að fara.
Smella síðan á „Í lagi“.
Þá fær beiðnin stöðuna „Eintaki skilað til samstarfsaðila“ undir „Útsendar MSL-beiðnir“.
Tímabundna bókfræðifærslan er einnig horfin.
Skref 5 - Pakka inn og senda eintak til baka
Nú þarf einungis að pakka eintakinu inn og setja það í póst til heimasafnsins.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina