Lánþegi setti inn beiðni um millisafnalán á leitir.is

Breytt Tue, 23 Apr 2024 kl 09:21 AM

Almennar upplýsingar um millisafnalán : Millisafnalán - inngangur




Lánþegi hefur lagt inn beiðni um millisafnalán á leitir.is - starfsmaður safns afgreiðir beiðnina áfram.

             



Ítarlegri útskýringar


Lánþegi getur sett inn beiðni um millisafnalán sjálfur í gegnum leitir.is. Það eina sem hann þarf að passa upp á er að vera innskráður.  


Þegar lánþegi hefur fundið titil sem hann ætlar að biðja um með millisafnaláni getur hann smellt á „BEIÐNI: Millisafnalán“ og valið afhendingastað.  


Graphical user interface, text, application, email

Description automatically generated


Afhendingastaður er bókasafnið sem lánþeginn er með heimild í.

Ef lánþegi er með heimildir í mörgum söfnum getur hann valið á hverju þeirra hann vill sækja eintakið.    



Skref 1. Skoða millisafnalánabeiðnir sem þarf að senda út


Þegar lánþegi hefur sent inn beiðni í gegnum leitir.is birtist beiðnin á verkefnalista starfsmanna á bókasafninu þar sem hann bað um að fá millisafnalánið afhent.

Starfsfólk sér beiðnir fyrir þau söfn sem það er með heimildir í. 


Graphical user interface

Description automatically generated with medium confidence

Einnig er hægt að sjá útsendar MSL-beiðnir með því að fara í „Útlán“ í vinstri valmyndinni og velja þar „Útsendar MSL-beiðnir“.    


Beiðnin sem kemur inn frá leitir.is fær stöðuna „Útsend MSL-beiðni var búin til“.

Graphical user interface, text, application, chat or text message

Description automatically generated

Það næsta sem starfsmaður þarf að gera er að skoða hvaða söfn eiga til tiltækt eintak til þess að geta sent millisafnalánabeiðnina á rétt safn. 

Það eru tvær leiðir til þess að senda millisafnalánabeiðni áfram. Annaðhvort getur starfsmaður valið sjálfur það bókasafn sem hann vill að millisafnalánabeiðnin fari á, eða starfsmaður velur birgjaröð sem velur hentugasta bókasafn samkvæmt fyrirfram ákveðinni röð af samstarfsbókasöfnum. 

Hvert bókasafn mun geta útbúið sína eigin birgjaröð en almenningssöfn geta fyrst um sinn notast við „Almenningssöfn – fyrstu“. Birgjaraðir í öllum safnakjörnum eru í vinnslu.    



Skref 2. Skoða hvaða bókasöfn eiga tiltækt eintak 


Viljir þú skoða hvaða bókasöfn eru með tiltæk eintök af bókinni þarf að fara í þrípunktana hjá titlinum. 

Undir þrípunktunum er hægt að velja á milli „Skoða staðbundin viðföng“ og „Skoða viðföng í landskjarna“. 

Hægt er að fletta upp safnakóða bókasafna hér:                                                                                                    https://landskerfi.is/sites/default/files/public/sofn_og_iz.pdf 


Mynd sem inniheldur texti, skj�mynd

Lýsing sjálfkrafa búin til

Ef smellt er á „Skoða staðbundin viðföng“ opnast gluggi þar sem hægt er að skoða hvaða söfn eiga til eintak í þínum safnakjarna. 

 





Graphical user interface, application, chat or text message

Description automatically generated

Gott er að smella á „Stækka“ og „Stækka allt“ til þess að sjá forðann undir titlinum. Þetta þarf einungis að gera einu sinni. 





Mynd sem inniheldur texti, skj�mynd

Lýsing sjálfkrafa búin til


Ef ekki er til eintak í safnakjarnanum þínum er hægt að fara til baka í „Skoða viðföng í landskjarna“ og skoða hvaða söfn ílandskjarnanum eiga eintak. 




Til þess að skoða aðra safnakjarna þarf að smella á „Vörsluaðili“. Þá er hægt að smella á safnakjarnann til þess að sjá hvaða bókasöfn eiga til eintak af bókinni.


Graphical user interface, text, application

Description automatically generated


Skref 3. Senda millisafnalánabeiðni áfram á bókasafn


Í almenningssafnakjarnanum er búið að útbúa birgjaröð fyrir bókasöfnin sem notuðu millisafnalán í gamla kerfinu og fyrir þau bókasöfn sem skráðu sig á millisafnalánanámskeið í byrjun nóvember. 

Þessi birgjaröð heitir „Almenningssöfn - fyrstu“. Athugið að það mun vera hægt að biðja Landskerfi bókasafna um að útbúa birgjaröð fyrir sig. Í framtíðinni mun starfsfólk sjálft geta unnið með birgjaraðir.

Til þess að bæta við samstarfsaðila eða birgjaröð í MSL-beiðnina er smellt á „Breyta“ hjá titlinum í útsendum MSL-beiðnum. Þá opnast beiðnin. 

Undir „Eiginleikar beiðni“ er hægt að velja á milli að bæta við samstarfsaðila eða að bæta við birgjaröðum. 



Þegar smellt er á „bæta við samstarfsaðila“ er hægt að velja sérstakt bókasafn sem á að fá millisafnalánabeiðnina. Þá þarf að vera búið að athuga hvort að það bókasafn á tiltækt eintak. 

Með því að smella á „Bæta við birgjaröðum“ er verið að velja úr fyrirfram útbúnum lista af samstarfsaðilum sem kerfið leitar eftir og finnur hvaða bókasöfn eiga til tiltækt eintak. Það verður hægt að láta útbúa birgjaraðir eftir því hvaða söfn maður er helst í samstarfi við. Eins og er skulu almenningssöfn velja „Almenningssöfn – fyrstu“.


Þegar búið er að setja inn samstarfsaðila eða birgjaröð þarf að smella á „Finna“. Með því að smella á finna er verið að biðja kerfið að athuga hvort það finnist eintak í þeim söfnum sem er búið að bæta við. Finna takkinn birtist aðeins ef búið er að setja inn samstarfsaðila eða birgjaröð. 


Ef það koma upp skilaboð „Viðvörun – safnskrá stofnunar er með þjónustu fyrir umbeðinn titil“ skal smella á staðfesta. 


Nú lokast beiðnaglugginn og beiðnin fer í stöðuna „Verið er að staðsetja“. Hægt er að endurhlaða síðuna og þá ætti beiðnin að fá stöðuna „Tilbúið til sendingar“.



Nú er komið að því að senda beiðnina. Til þess að senda beiðnina skal smella á þrípunktana og velja „Senda“. Þá fer beiðnin í stöðuna „Beiðni send til samstarfsaðila“.





Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina