Starfsmaður setur inn beiðni um millisafnalán

Breytt Tue, 23 Apr 2024 kl 09:22 AM

Almennar upplýsingar um millisafnalán : Millisafnalán - inngangur



EFNISYFIRLIT



Skref 1 - Leita að titli sem er verið að biðja um í MSL undir „Allir titlar" 


Ef lánþegi biður um að láta útbúa millisafnalánabeiðni fyrir sig þarf að byrja á því að finna titilinn. Fletta skal upp titlinum undir „Allir titlar“.




Skref 2 - Finna réttan titil og velja „Beiðni um millisafnalán“ undir þrípunktum

Athugið að ef titillinn finnst ekki í safnakjarnanum ykkar þarf að skoða upp í Landskjarna hvort að titillinn finnist þar. 

Ef búið er að fullvissa sig um að „mitt bókasafn“ á ekki til eintak af titlinum er farið í þrípunktana, hægra megin og velja þar „Beiðni um millisafnalán“. 





Skref 3 - Fylla út beiðni um millisafnalán fyrir lánþega


Nú opnast formið fyrir millisafnalánabeiðni og það þarf að fylla það út fyrir hönd lánþegans. 

  • „Beiðandi“ er lánþegi
  • „Eigandi“ er eigandi beiðninnar þ.e.a.s. bókasafn lánþegans sem biður um millisafnalán, ekki eigandi eintaksins. 
  • „Afhendingarstaður“ - ef hann kom ekki sjálfkrafa þarf að fylla það út. 
  • Velja samstarfsaðila eða birgjaröð. 


Þegar smellt er á „Bæta við samstarfsaðila“ er hægt að velja sérstakt bókasafn sem á að fá millisafnalánabeiðnina. Þá þarf að vera búið að athuga hvort að það bókasafn á tiltækt eintak. 

Með því að smella á „Bæta við birgjaröðum“ er verið að velja úr fyrirfram útbúnum lista af samstarfsaðilum sem kerfið leitar eftir og finnur hvaða bókasöfn eiga til tiltækt eintak. 

Það verður hægt að láta útbúa birgjaraðir eftir því hvaða söfn maður er helst í samstarfi við. Eins og er skulu almenningssöfn velja „Almenningssöfn – fyrstu“.



Skref 4 - Smella á „Finna“ 


Þegar búið er að setja inn samstarfsaðila eða birgjaröð þarf að smella á „Finna“. 

Með því að smella á finna er verið að biðja kerfið að athuga hvort að það finnist eintak í þeim söfnum sem er búið að velja.


Ef það koma upp skilaboð „Viðvörun – safnskrá stofnunar er með þjónustu fyrir umbeðinn titil“ skal smella á staðfesta. 


Skref 5 - Fara inn í „Útsendar MSL-beiðnir“ í útlán


Nú lokast beiðnaglugginn. Nú á eftir að senda beiðnina. Það þarf að fara í „Útsendar MSL-beiðnir“ undir útlán til þess að skoða stöðuna á beiðninni. 

Beiðnin ætti að vera með stöðuna „Tilbúið til sendingar“. 



Skref 6 - Velja „Senda“


Nú er komið að því að senda beiðnina.                                                                                           

Til þess að senda beiðnina skal smella á þrípunktana og velja „Senda“.


Þá fer beiðnin í stöðuna „Beiðni send til samstarfsaðila“.





Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina