Afgreiðslutímar og lokunardagar

Breytt Fri, 6 Sep kl 9:37 AM


Landskerfi bókasafna sér um að setja inn almenna frídaga (rauða daga) fyrir allan safnakjarnann. Þær stillingar erfast sjálfkrafa til allra safna. Aðra lokunardaga þarf að setja inn fyrir hvert safn. Safnstjórar og margir deildarstjórar hafa heimildir til að setja sjálfir inn lokunardaga. Hafið samband við Landskerfi bókasafna ef heimildir vantar.



EFNISYFIRLIT



Til hvers að setja inn lokunardaga?

  • Til að skiladagar séu ekki á lokunardögum.
  • Til að losna við útreikning sekta á lokunardögum.
  • Til að lánþegar fái ekki tölvupóst um vanskil á lokunardögum.
  • Eldri skiladagar (sem hefur verið breytt í lokunardaga) færast sjálfkrafa á næsta opna dag. Lánþegi fær tölvupóst um nýjan skiladag.


Getur safn notað kerfið þrátt fyrir lokunardaga?

  • Já, kerfið sjálft er opið þrátt fyrir lokunardaga safns.
  • Kerfið virkar að öllu leyti óbreytt fyrir safnið, nema hvað varðar útreikning sekta, ákvörðun skiladaga og útsendingu rukkpósta.


Að setja inn lokunardaga

Skref 1 - Ganga úr skugga um að rétt safn sé valið



  • ATH: Þau sem hafa heimildir í mörg söfn þurfa að stilla hvert safn sérstaklega.



Skref 2 -  Fara í Útlán > Afgreiðslutímar





Hér sést dagatal safnsins. Línur sem eru merktar með grænu haki eru stillingar sem erfast frá safnakjarnanum. Þeim stillingum er aðeins hægt að breyta hjá Landskerfi bókasafna.



ATH: Afgreiðslutímar eru gjarnan hafðir rúmir (t.d. til kl. 23:59) þó að safninu sé lokað fyrr. Þetta er til að lánþegar geti endurnýjað á vefnum að kvöldi skiladags án þess að fá sekt.




Skref 3 - Velja Bæta við færslu




Svo þarf að fylla inn í formið:



  • Breyta tegund færslu í „Undantekning“
  • Staða færslu á að vera „Lokað“
  • Gott er að setja inn lýsingu og hafa ártalið með í skýringu (t.d. „Jólalokun 2023“)
  • Fylla inn gildistíma lokunar, (frá-til). Ef aðeins á að vera lokað í einn dag þarf að setja dagsetninguna í báða reitina. Ef settar eru inn mismunandi dagsetningar þá stillir kerfið bæði upphafs- og lokadagsetningarnar sem lokaðar.
    • Ekki er þörf á að setja inn tímasetningar (Frá kl. / Þar til kl.)
  • Ýta á Bæta við og loka

    


Nýja línan er þá komin inn í listann á skjánum, miðað við tímaröð:




Skref 4 - Ýta á Nota breytingar


MIKILVÆGT: Nú þarf að ýta á „Nota breytingar“ efst á skjánum




Skref 5 - Vista

  

Að lokum þarf að ýta á Vista hnappinn efst á síðunni



Um kvöldið fer í gang keyrsla sem endurreiknar skiladaga og sendir lánþegum póst ef skiladagar hafa breyst.







Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina