Skanna eintök

Breytt Wed, 22 Maí kl 2:47 PM


„Skanna eintök“ undir „Útlán“ eða „Aðföng“ er hægt að nota á margvíslegan máta.


„Skanna eintök“ er fyrst og fremst notað til að virkja næsta skref í verkferli eintaka.  „Skanna eintök“ er notað til þess að merkja eintök sem „komin heim“ (úr flutningi frá öðru safni), „tilbúin að vera sótt af lánþega“, merkja innanhúsnotkun á eintökum án lánþega og til þess að breyta ferilstöðu eintaka.


Ath: Starfsmenn sem hafa heimild í fleiri en eitt safn þurfa að gæta þess að staðsetja sig á réttu safni áður en „Skanna eintök“ er notað.


Ekki skal nota „Skanna eintök“ til þess að skila eintökum eða skoða ferilstöðu. Ef eintak er skannað inn í“„Skanna eintök“ þá skrást skil á eintakið þó að ekki sé um eiginleg skil að ræða. Til þess að skoða hvar eintakið situr í ferilstöðu skal frekar leita að eintakinu undir „Áþreifanleg eintök“.


Að skrá innanhúsnotkun

Þegar farið er í „Skanna eintök“ í fyrsta sinn er hak í „Skrá innanhússnotkun“. Mikilvægt er að taka hakið af „Skrá innanhúsnotkun“ áður en farið er að nota „Skanna eintök“, annars skráist allt sem innanhúsnotkun sem er skannað inn og það getur valdið vandræðum í tölfræði.


Að skrá innanhúsnotkun er aðeins notað til þess að skanna inn eintök sem hafa verið notuð á bókasafninu en ekki verið lánuð út.






Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina