Skil

Breytt Wed, 16 Apr kl 3:01 PM


EFNISYFIRLIT


Að skila í „Skila eintökum“

Til þess að skila gögnum er farið í Útlán → Skila eintökum.






 Til þess að skila eintökum eru strikamerkin skönnuð inn undir „Skanna strikamerki eintaks“.




Ef verið er að skrá skil á eintökum sem í raun var skilað á safnið daginn áður (eða fyrr), þá er hægt að velja aðra skiladagsetningu með því að nota gluggann „Hnekkja skiladegi og tímasetningu skila“. Þetta getur skipt máli þegar eintakið er skannað inn á annarri dagsetningu en lánþeginn skilaði í raun, t.d. ef safn býður upp á skilalúgu og ekki á að reikna sektir vegna tafa.




Þegar búið er að skila inn öllum gögnum með annan skiladag valinn, þarf að muna smella á x hjá dagsetningunni til að hreinsa stillingarnar.





Mikilvægt er að fylgjast vel með „Næsta skref“ þegar verið er að skila gögnum. Þar koma fram upplýsingar um hvað gera skal við þau gögn sem verið er að skila.


     

Hægt er að smella á tannhjólið í hægra horninu og velja hvað á að vera sýnilegt á „Skila eintökum“ síðunni. Einnig er hægt að velja annað útlit, t.d. tvískiptan skjá eða töflu. Allar breytingar vistast. 


 

Að skila á lánþegaþjónustusíðu

Hægt er að skila gögnum á lánþegaþjónustusíðu viðkomandi lánþega. Þá er smellt á „Skil“ undir nafni lánþegans. 


     

Einungis skal nota þennan skilaglugga til þess að skila gögnum frá viðkomandi lánþega. 


Ef þarf að skoða gömul skil hjá lánþeganum þarf að breyta „Þessi lota“ í „Allt“.











Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina