EFNISYFIRLIT
Að skila í „Skila eintökum“
Til þess að skila gögnum er farið í Útlán → Skila eintökum.
Til þess að skila eintökum eru strikamerkin skönnuð inn undir „Skanna strikamerki eintaks“.
Það er hægt að nota gluggann „Hnekkja skiladegi og tímasetningu skila“ til þess að velja skiladagsetningu.
Þetta gerir það að verkum að kerfið skráir rétta skiladagsetningu þó að bókin sé ekki skönnuð inn þegar henni var skilað.
Þegar búið er að skila inn öllum gögnum á öðrum skiladegi þarf að muna smella á x hjá dagsetningunni.
Mikilvægt er að fylgjast vel með „Næsta skref“ þegar verið er að skila gögnum. Þar koma fram upplýsingar um hvað gera skal við þau gögn sem verið er að skila.
Það eru tveir dálkar sem heita „Skiladagur“, fyrri dálkurinn sýnir hvenær gagninu er skilað seinni "Skiladagur" sýnir hvenær skiladagur gagnsins var.
Hægt er að smella á tannhjólið í hægra horninu og velja hvað á að vera sýnilegt á „Skila eintökum“ síðunni. Einnig er hægt að draga dálkana fram og tilbaka og þannig endurraða uppröðuninni sem er sjálfvirk í kerfinu. Allar breytingar vistast.
Að skila á lánþegaþjónustusíðu
Hægt er að skila gögnum inn á lánþegaþjónustu síðu viðkomandi lánþega. En þá er smellt á „skil“ á lánþegasíðunni. Þá er hægt að skanna inn þau gögn sem lánþeginn er að skila.
Einungis skal nota þennan skilaglugga til þess að skila gögnum frá viðeigandi lánþega. Í þessum skilaglugga er sjálfvirk stilling á „Skil í þessari lotu“.
Ef það þarf að skoða gömul skil hjá lánþega þarf að velja „Öll skil“ í felliglugga.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina