Útlán

Breytt Tue, 23 Apr 2024 kl 09:13 AM


Sjá myndband neðst á síðunni.


Til þess að lána út efni þarf að byrja á því að finna réttan lánþega. Þá er farið í  „Útlán“    „Umsjón með lánþegaþjónustu“ →   Skanna inn auðkenni lánþega eða leita að lánþega.  


Sjá  Að skoða upplýsingasíðu lánþega 



Til þess að geta fengið gögn að láni verður lánþegi að vera skráður í notendahóp og með virka lánþegaheimild  á bókasafninu 


Lánþegaþjónustusíðan opnast í útlánaglugga. Hér er þá hægt að skanna inn þau gögn sem lánþeginn vill fá lánað.




Kerfið stillir sjálfkrafa á „Útlán í þessari lotu“. Það þýðir að aðeins þau gögn sem eru lánuð út í þessari vinnulotu koma fram. 


Hins vegar ef smellt er á „Öll útlán“ þá er hægt að skoða öll gögn sem notandi er með í láni. Þessi stilling vistast þangað til henni er breytt aftur til baka.



Starfsmaður sér aðeins útlán á þeim bókasöfnum sem hann er með starfsmannaheimildir í sjálfur, því er ekki hægt að skoða útlán á öðrum söfnum fyrir hönd lánþega. Lánþegi getur skoðað sín eigin útlán á leitir.is.



Mikilvægt er að ýta á „Lokið“ til þess að ljúka við afgreiðslu, annars fer enginn tölvupóstur til lánþegans fyrir útlánalotuna, t.d. kvittun fyrir því sem lánþeginn var að fá lánað. 


Ef ekkert er aðhafst í smá tíma á lánþegaþjónustu síðunni þá hreinsast skjárinn sjálfkrafa og fer yfir í „umsjón með lánþegaþjónustu“, en þá fær lánþegi engan tölvupóst.


Hægt er að afturkalla lánþegaþjónustusíðuna með því að smella á klukkuna og velja síðasta lánþegann sem leitað var að. 














Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina