Vinstri valmynd

Breytt Mon, 21 Okt kl 3:13 PM

Sjá myndband neðst á síðunni. 


Valmyndin á vinstri hlið forsíðunnar er leiðin inn í allt sem er í boði í Gegni. 


Það fer eftir því hvaða notendaheimildir notendur eru með í kerfinu hvað birtist undir hverjum tengli í þessari valmynd. 


Ef eitthvað birtist ekki sem talið er að ætti að birtast skal hafa samband við Landskerfi bókasafna. 








  •  Aðföng er notað fyrir allt sem tengist aðföngum. Hér er til dæmis hægt að sjá um innkaupin, taka á móti pöntunum, skrá og ganga frá bæði prentuðu og rafrænu efni. 


  •  „Viðföng“ er aðallega notað fyrir bókfræðiskráningu og umsýslu rafræns efnis.


  • Undir „Útlán“ er til að mynda hægt að finna allt um lánþegaþjónustu, útlán og skil, frátektir og millisafnalán.


  • Í „Stjórnandi“ er höfð umsjón með notendum kerfisins og keyrðar keyrslur. 


  • Í „Greining“ er hægt að skoða margs konar tölfræði upplýsingar tengdar þínu bókasafni svo sem útlánaskýrslur og vanskilalista.


    

Að stilla vinstri valmyndina

Það er hægt að stilla vinstri valmyndina eftir eigin hentisemi. Það er gert með því að smella á „Alma Vinnsla“ og  „Sérsníða tengla aðalvalmyndar“ 



Þar er hægt að endurraða valmyndina með því að draga táknin til og fela þau tákn sem maður vill ekki sjá. Þau tákn sem eru „falin“ fara undir þrípunktana og hægt er að nálgast þau þar. 







Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina