EFNISYFIRLIT
- Birta alltaf núverandi staðsetningu
- Persónulegar notendastillingar
- Verkefnalistinn
- Nýlegar einingar
- Miðstöð skýjaforrita
- Tilkynningar
- Stillingar á efstu valmynd
Birta alltaf núverandi staðsetningu
Mikilvægt er að starfsmaður sé alltaf skráður á rétt útlánaborð þar sem kerfið virkar ekki sem skyldi ef að gleymst hefur að skrá sig á útlánaborð.
Til þess að vera viss um að þú sért skráð(ur) á rétt útlánaborð er gott að smella á hnapp fyrir staðsetningu og velja „Birta alltaf núverandi staðsetningu“.
Þá sést alltaf á hvaða útlánaborði þú ert að vinna.
Persónulegar notendastillingar
Með því að ýta á karlinn í efstu valmyndinni er hægt að skipta um tungumál, breyta um aðgangsorð, skoða komandi uppfærslur í kerfinu þegar við á, skoða kökustillingar (cookies), stilla notendaviðmótið og skrá sig út.
- Tungumál sem eru í boði eru enska, íslenska og pólska.
- Þegar breytt er um lykilorð er mikilvægt er að velja löglegt lykilorð. Lykilorðið verður að vera 8 stafir og má ekki innhalda nafnið þitt eða einhverja einfalda runu eins og 1234. Gott er að hafa bæði tölustafi og bókstafi. Lykilorðið sem þú notar til þess að skrá þig inn í bókasafnskerfið er sama lykilorð og þú notar til þess að skrá þig inn á leitir.is. Ef þú breytir um lykilorð á leitir.is í sama safnakjarna og þú vinnur þá breytist lykilorðið þitt einnig í Gegni.
- Undir „Kjörstillingar fyrir kerfisnýjungar“ er hægt að skoða komandi uppfærslur í kerfinu og prófa þær áður en þær eru keyrðar í gegn. Hægt er að kveikja og slökkva á uppfærslunni þangað til að hún er keyrð inn.
- Sjá leiðbeiningar um: Kjörstilling notendaviðmóts.
Verkefnalistinn
Verkefnalistinn er mikilvægasta tól bókasafnsins í kerfinu. Í verkefnalistanum er hægt að sjá hvort að einhver verkefni bíða manns, svo sem frátektarbeiðni, endurnýjun á tímaritaáskrift, millisafnalánabeiðni og fleira. Sjá leiðbeiningar um: Verkefnalista.
Mikilvægt er að festa verkefnalistann á forsíðuna svo að ekkert fari fram hjá manni. Sjá leiðbeiningar um: Græjur.
Nýlegar einingar
Undir „Nýlegar einingar“ er hægt að skoða færslur frá síðustu dögum sem þú hefur búið til, uppfært eða eytt út.
Hér er hægt að velja færslu með því að smella á blýantinn og halda áfram að vinna með hana eða sjá hvers konar breytingar þú gerðir síðast.
Miðstöð skýjaforrita
Í „Miðstöð skýjaforrita“ (cloud app center) koma upp þau forrit sem er mögulegt að nota í kerfinu. „Virk forrit“ er búið að sækja og setja upp í aðgangi hjá tilteknum starfsmanni á bókasafninu. „Tiltæk forrit“ er hægt er að sækja og virkja ef með þarf. Einnig er hægt að leita að sérstöku forriti með því að smella á stækkunarglerið.
Útprentun límmiða fer til dæmis fram í gegnum skýjaforritið SpineOMatic. Það þarf að setja útprentun límmiða sérstaklega upp í hverjum aðgangi, þ.e. hjá hverjum starfsmanni fyrir sig.
Nánari leiðbeiningar um uppsetningu og prentun kjalmiða má nálgast hér:
Tilkynningar
Undir „Tilkynningar“ birtast upplýsingar frá kerfisframleiðandanum Ex Libris. Til dæmis um nýjar uppfærslur.
Stillingar á efstu valmynd
Hægt er að stilla valmyndartáknin með því að fara í þrípunktana efst í hægra horninu, velja „Sérsníða“ og færa táknin til.
Með því að draga táknin niður er verið að velja að fela þau tákn þannig að þau birtast ekki í hægra horninu nema ef smellt er á þrípunktana.
Þegar búið er að endurraða og fela táknin þarf að muna að smella á „Vista“.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina